Stuðningur Breta forsenda sæstrengs

Lagning sæstrengs kann að reynast bæði Íslendingum og Bretum þjóðhagslega ...
Lagning sæstrengs kann að reynast bæði Íslendingum og Bretum þjóðhagslega hagkvæm. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vísbendingar eru um að lagning sæstrengs frá Íslandi til Bretlands kunni að reynast báðum ríkjunum þjóðhagslega hagkvæm og viðskiptalega arðsöm. Forsenda þess er þó sú að til komi fjárhagslegur stuðningur frá breskum stjórnvöldum.

Þetta er á meðal niðurstaðna í viðamikilli skýrslu Kviku og Pöyry um mat á áhrifum slíks raforkustrengs á grunvelli ítarlegrar kostnaðar- og ábatagreiningar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í dag.

Í skýrslunni er gengið út frá því að lagður verði 1.200 kílómetra langur sæstrengur með 1.000 MW aflgetu. Skoðuð voru þrjú möguleg viðskiptalíkön fyrir sæstrenginn.

Er helsta niðurstaðan sú, eins og áður sagði, að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi stuðningur frá breskum stjórnvöldum.

Samkvæmt úflutningslíkani skýrslunnar, sem styðst við þá forsendu að bresk stjórnvöld séu reiðubúin að styðja við verkefnið með svipuðum hætti og þau styðja nú þarlenda nýja endurnýjanlega raforkuvinnslu, er nettó ábati af verkefninu metinn um 1,4 milljarðar evra fyrir Ísland. Eru árleg jákvæð áhrif á landsframleiðslu því á bilinu 1,2-1,6%.

Skiptist ábatinn þannig að framleiðendur raforku njóta verulegs ávinnings en notendur verða fyrir kostnaði.

Sigurður Atli Jónsson og Magnús Bjarnason hjá Kviku á fundinum ...
Sigurður Atli Jónsson og Magnús Bjarnason hjá Kviku á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Eykur orkuöryggi hér á landi

Í skýrslunni kemur enn fremur fram að lagning sæstrengs kallar á framkvæmdir hérlendis í bæði orkuvinnslu- og orkuflutningsmannvirkjum. Að því er fjárfestingar í raforkuvinnslu varðar útheimtir ein sviðsmyndin, miðsviðsmyndin, samtals 2.137 MW af nýju uppsettu aflið árið 2035, eða 1.459 MW umfram það sem áætlað er án sæstrengs.

Þá segir í skýrslunni að með tilkomu sæstrengs aukist eftirspurn eftir raforku á Íslandi um 7,4 TWst á ári. Á móti kemur er áætlað að lagning sæstrengs kunni að bæta nýtni núverandi raforkukerfis um sem nemur 1,5 TWst á ári. Tenging við Bretland myndi jafnframt auka orkuöryggi á Íslandi.

Leiðir til hærra raforkuverðs

Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mun sæstrengur leiða til hærra raforkuverðs á Íslandi. Er áætlað að áhrifin geti orðið á bilinu 0,85 - 1,7 kr./kWst. Bent er á að algengt heildarraforkuverð heimila er um 17 kr./kWst og getur hækkunin því verið um 5-10% á einingaverði flestra heimila. Þó eru áhrifin mismunandi etir svæðum.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, sagði á blaðamannafundinum að það gæti þýtt um 350 til 710 króna hækkun á raforkuverði á mánuði fyrir meðalheimili.

Mótvægisaðgerðir þó mögulegar

Hins vegar væri hægt að grípa til ýmissa mótvægisaðgerða til að mæta hækkun á raforkuverði, til dæmis lækkun á virðisaukaskatti á raforku og hvatakerfi til bættrar orkunýtni.

Sigurður benti meðal annars á að lækkun á virðisaukaskatti á raforku úr efra þrepi, 24,5%, í neðra þrep, 11%, eyddi áhrfum af raforkuverðshækkunum fyrir 90% heimila í landinu. Eftir stæðu þau 10% heimila sem ekki hafa aðgang að jarðvarma og væru sérstaklega viðkvæm gagnvart hækkun á raforkuverði.

Mótvægisaðgerðirnar eru einnig háðar því að þær samræmist skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum.

mbl.is/Eggert

Stóriðjan í skjóli

Reiknuð árleg áhrif hærra raforkuverðs á aðrar atvinnugreinar en stóriðju eru áætluð 2,1 til 4,2 milljarðar króna. Hærri kostnaður innlendra fyrirtækja leiðir til hærri tekna fyrir orkufyrirtæki og er hluti af tilflutningi auðs frá notendum til orkufyrirtækja samhliða hærra raforkuverði. Meira en helmingur þessarar kostnaðarhækkunar lendir á verslunar- og þjónustufyrirtækjum og sjávarútvegi, sem eru stærstu hópar raforkunotenda fyrir utan heimili og stóriðju. 

Hlutfallslega eru áhrifin þó mest hjá þeim fyrirtækjum þar sem raforkukostnaður er stór hluti af heildarkostnaði, til dæmis hjá garðyrkjubændum þar sem árleg kostnaðarhækkun er áætluð 70 til 140 milljónir króna, samkvæmt skýrslunni.

Núverandi langtímasamningar stóriðju veita tímabundið skjól fyrir hækkun raforkuverðs, að sögn Sigurðar Atla, en gildistími stærstu og lengstu samninganna nær fram yfir árið 2035.

Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt skýrslunni mun sæstrengur geta uppfyllt um 2% af raforkunotkun í Bretlandi og eru árleg áhrif af tengingu á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda metin um 1 til 2,9 milljónir tonna CO2 ígilda á ári.

Nauðsyn að styrkja flutningskerfið

Til þess að geta fætt 1.000 MW sæstreng, sem lendir á Austurlandi, þarf að styrkja flutningskerfið mikið, að því er segir í skýrslunni. Byggja þarf upp kerfi með 400 kV spennu. Er kostnaður við styrkingu flutningskerfisins, miðað við tengipunkt á Austurlandi, áætaður á bilinu 30 til 75 milljarðar króna eftir stærð sæstrengs og kerfis.

Skýrsla Kviku og Pöyry

mbl.is

Innlent »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...