Hundraðskisurnar leita að heimili

Félagið Villikettir leitar nú að heimilum fyrir ketti sem áður bjuggu með tæplega 100 öðrum, og nokkrum hundum, við afar slæmar aðstæður á heimili. Félagið hefur fjarlægt yfir 50 ketti af heimilinu og vill sækja fleiri en til þess þarf bæði fjármagn og ný heimili fyrir þá ketti sem nú hafa aðlagast hefðbundnara heimilislífi.

Fréttir mbl.is:
Hundrað köttum haldið í tveggja hæða húsi

Eigandinn áður uppvís að dýrasöfnun

„Flestir þeirra hafa verið óskaplega heppnir og fengið yndisleg heimili,“ segir María Krista Hreiðarsdóttir, ein stjórnarkvenna félagsins í samtali við mbl.is, en í kringum 10 kettir eru nú í athvarfi félagsins.

„Það hefur tekið mislangan tíma að aðlagast en þeir eru auðvitað hræddir við „venjulegar heimilisaðstæður“. Þeir hafa alist upp þar sem barist er um hvern bita, enginn sandkassi til að gera þarfir sínar og hreint út sagt ömurlegt umhverfi. Þeir eru flestir nokkuð hræddir við hunda enda getur maður ímyndað sér hver þarf að láta undan þegar rúm hundrað glorhungruð dýr fá loksins matarbita og þurfa að berjast til blóðs um hvern bita. Slæm reynsla gleymist seint hjá þessum greyjum en með þolinmæði og vinnu er hægt að ná þeim á sitt band og þau launa það margfalt til baka.“

Þeir kettir sem lengst hafa dvalið í athvarfi Villikatta hafa verið þar í tæpa fjóra mánuði. María Krista segir þá alla búna að sýna miklar framfarir í hegðun og að þeir séu farnir að treysta mannfólkinu heilmikið. Kettirnir hafa allir sín séreinkenni og María segir að best væri fyrir þá sem kunna að vilja bjóða þeim heimili að koma í heimsókn og kynnast þeim í núverandi umhverfi.

„Þarna er m.a. um að ræða læður sem hafa staðið sig frábærlega í að fóstra kettlinga fyrir hver aðra og það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þessar kisur eru blíðar þrátt fyrir ömurlega ævi.“

Hér að neðan má sjá myndir af átta köttum úr hundraðshópnum sem nú leita heimilis auk upplýsinga frá Villiköttum um einkenni hvers og eins.

Hægt er að hafa samband við Villiketti og kynna sér félagið betur í gegnum Facebook.

Hægt er að styrkja fé­lagið í gegn­um reikn­ings­núm­erið: 0111-26-73030 og  kenni­tölu: 710314-1790.

Tóbías: Hann er sterklegur en smár, geldur fress. Aldur hans …
Tóbías: Hann er sterklegur en smár, geldur fress. Aldur hans er ekki á hreinu en hann er mjög fallegur köttur. Hann er feiminn en svakalega forvitinn samt sem áður og fyrstur til að taka á móti heimsóknum. Hann þiggur klapp þegar hann er afslappaður en á nokkuð í land með að treysta mannfólkinu. Hann þarf á þolinmóðum eiganda að halda en hann er alveg sérstaklega skemmtileg týpa og leikglaður. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Aggý: Hún er tveggja ára læða að við teljum, geld …
Aggý: Hún er tveggja ára læða að við teljum, geld og búin að standa sig eins og hetja í móðurhlutverkinu. Hún kom til okkar kettlingafull og tók einnig að sér fósturkettling sem hún sá um eins og sinn eigin. Aggý er ákveðin kisa og myndi líklega una sér best sem eina kisan á heimilinu. Hún malar hátt og elskar nammi, leik og klapp. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Óli: Afskaplega blíðlegur bröndóttur fress um eins til tveggja ára …
Óli: Afskaplega blíðlegur bröndóttur fress um eins til tveggja ára gamall og geldur. Hann er mjög feiminn og lítill í sér en þegar hann þiggur klapp þá nýtur hann þess í botn og er búinn að sýna miklar framfarir síðustu mánuði. Hann hefur stækkað heilmikið enda þarf hann ekki lengur að lúta frekari köttum þegar kemur að matmálstímum. Hann gæti orðið alveg yndislegur heimilisvinur. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Dóra: Hún er lítil og nett geld læða um ein …
Dóra: Hún er lítil og nett geld læða um ein árs aldur og virðist vera dvergvaxin. Hún er nokkuð örugg með sig og hræðist ekki auðveldlega. Hún er mikið fyrir knús og klapp og gæti mögulega unað sér vel á barnaheimili. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Frikki: Silfurgrár og fallegur geldur fress um eins til tveggja …
Frikki: Silfurgrár og fallegur geldur fress um eins til tveggja ára sem elskar að leika og er mjög fjörugur þegar sá gállinn er á honum. Hann er forvitinn og alls ekki feiminn köttur sem þarf mikla athygli. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Jónatan: Hann er um sjö ára gamall, rólegur, geldur fress …
Jónatan: Hann er um sjö ára gamall, rólegur, geldur fress sem elskar að láta klappa sér og knúsa. Hann er ekki mikið fyrir að láta halda á sér og alls ekki hrifinn af hundum. Hann þarf að komast á rólegt og afslappað heimili þar sem hann getur eytt síðustu árunum í faðmi umhyggjusams fólks sem vill elska hann nákvæmlega eins og hann er. Hann er lítill í sér og þarf smá tíma að aðlagast. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Blíða: Blíða er geld læða um tveggja ára gömul, hún …
Blíða: Blíða er geld læða um tveggja ára gömul, hún er ekki mjög feimin og þiggur klapp og knús. Hún lætur í sér heyra ef hún er ósátt en hún elskar að vera á útisvæðinu og þyrfti mjög líklega að fá að vera útikisa. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Cindarella: Hún er blíð og falleg, geld læða um eins …
Cindarella: Hún er blíð og falleg, geld læða um eins árs. Hún er feimin en hefur sýnt miklar framfarir síðustu fjóra mánuði. Hún þarf að aðlagast í litlu rými og venjast heimilishljóðum áður en hún verður alveg 100% en hún þráir athygli og hefur ekkert á móti klappi og knúsi en þó á eigin forsendum. Ljósmynd/ Villikettir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert