Samrýndar systur og grænkerar

Júlía Sif og Helga María Ragnarsdætur stofnuðu bloggsíðuna veganistur.is fyrr ...
Júlía Sif og Helga María Ragnarsdætur stofnuðu bloggsíðuna veganistur.is fyrr í sumar. Ljósmynd/Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru báðar grænkerar, eða vegan, og elska að elda góðan mat. Þær gerðust báðar vegan á einni nóttu, ekki þeirri sömu þó, og halda úti skemmtilegu bloggi, Veganistur, þar sem þær deila fljótlegum og girnilegum vegan-uppskriftum.

Ég gerðist vegan fyrir fimm árum, fyrst af heilsuástæðum, en í dag snýst þetta um svo margt fleira,“ segir Helga María. Yngri systir hennar, Júlía Sif, varð vegan þegar hún byrjaði í menntaskóla fyrir fjórum árum. „Fyrir mér snerist þetta aðallega um siðferðislegu hliðina. Í dag erum við vegan fyrir dýrin, jörðina og mannfólkið,“ segir Júlía Sif. Veganismi er ein hugmynd innan grænmetishyggjunnar, þeir sem eru vegan borða engar dýraafurðir, hvorki líkama, mjólk né egg.

Aldrei saknað neins

Báðar tóku þær ákvörðunina frekar skyndilega. „Ég eyddi einum degi í að afla mér upplýsinga um lífsstílinn og sama kvöld var ég ákveðin og hef ekki litið til baka síðan,“ segir Helga María. Júlía Sif flutti til systur sinnar þegar hún byrjaði í menntaskóla og gerðist vegan á einni nóttu. „Einn daginn var ég að borða lambalæri og skyr og daginn eftir var ég hætt að borða allar dýraafurðir og hef aldrei saknað neins,“ segir Júlía Sif.

Fyrir tveimur árum byrjuðu systurnar að nýta sér samfélagsmiðla til að þróa vegan-lífsstílinn og deila með öðrum. „Við birtum myndir af því sem við vorum að borða og myndir af vegan-vörum sem við mælum með. Facebook-síðan lagðist svo í smá dvala í nokkra mánuði þar til við systur ákváðum að opna hana aftur. Þá stofnuðum við Instagram og Snapchat og fengum mun fleiri fylgjendur. Það var svo ekki fyrr en núna í sumar sem við loksins opnuðum veganistur.is,“ segir Helga María. Bloggið hjálpar systrunum einnig að halda góðu sambandi, en Helga María er búsett í Svíþjóð. „Ég er að leita mér að vinnu fyrir veturinn og stefni svo á háskólanám í djasssöng.“ Júlía er búsett á Selfossi en stefnir á að flytja í bæinn í haust og starfa á leikskóla.

Með blogginu vilja systurnar fá fólk til að líta öðrum augum á vegan-lífsstílinn. „Maður þarf ekki að eiga fullt af pening eða eyða öllum deginum í matargerð þegar maður er vegan. Það er ekkert mál að elda venjulegan, fljótlegan, ódýran, næringarríkan, fjölbreyttan og spennandi mat án þess að nota dýraafurðir,“ segir Júlía Sif.

Vilja upplýsa almenning

Tilgangur bloggsins er einnig að upplýsa fólk betur um hvað felst í því að vera vegan. „Við höfum oft lent í því að fólk haldi að við megum ekki borða óhollt. Við höfum fengið spurningar eins og: „Bíddu, þið megið ekki borða sykur og hveiti er það?“ Eins hefur fólk oft hugmyndir um það að vegan-fólk borði óspennandi mat og að við munum deyja úr næringarskorti og að við fáum ekkert prótein úr matnum okkar. Þetta er allt mjög fjarri sanni,“ segir Helga María. Systrunum finnst því mikilvægt að fólk sé betur frætt um veganismann. „Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa verið dugleg að halda viðburði og fyrirlestra um veganisma. Eins eru til góðar bækur og heimildarmyndir um þessa hluti. Svo eru bloggsíður og Youtube-rásir einnig mikilvægar því þar er fólk sem talar af eigin reynslu,“ segir Júlía Sif.

Systurnar eru sammála um að heimur grænmetisæta, eða grænkera, sé alltaf að opnast og að fleiri möguleikar séu í boði nú en áður. „Fyrir fimm árum þegar ég gerðist vegan þekkti ég enga aðra grænkera. Það voru nokkrar grænmetisætur með mér í MH en enginn var vegan. Veitingastaðir buðu sjaldan upp á vegan-rétti og grænmetisréttirnir þeirra voru yfirleitt löðrandi í rjómasósu eða osti og majónesi. Þetta hefur breyst með tímanum og núna er Reykjavík ein af bestu borgunum fyrir vegan-fólk að heimsækja,“ segir Helga María.

Svíþjóð himnaríki grænkera

Helga María segir Svíana þó vera komna töluvert lengra í ferlinu en okkur Íslendingana. „Svíþjóð er himnaríki fyrir vegan-fólk. Þar færðu allskonar vegan-vörur í öllum verslunum og nánast hver einasti veitingastaður er með vegan-rétti á matseðlinum. Þar er einnig mjög algengt að fólk sem borðar kjöt velji samt grænmetiskostinn þar sem hann er í boði.“

Eldamennska og bakstur er meðal helstu áhugamála systranna. „Við erum báðar miklir kokkar en Júlía er öruggari þegar kemur að bakstri,“ segir Helga María. „Ég hef bakað frá því ég var ung. Helga María hringir oft í mig þegar hún er hrædd um að hún sé að klúðra bakstrinum,“ segir Júlía Sif. „Þegar við erum saman finnst okkur æðislegt að elda og baka og okkur líður báðum mjög vel í eldhúsinu.“

Þær eiga erfitt með að nefna uppáhaldsmat en vegan-sushi er í miklu uppáhaldi hjá Helgu Maríu og Júlía Sif er mikið fyrir mexíkóskan mat. „Svo borðar Helga María tahini, eða sesamsmjör, með öllu,“ segir Júlía Sif og hlær.

Hægt er að fylgjast með systrunum á www.veganistur.is og á Instagram og Snapchat undir nafninu Veganistur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Gengi Icelandair lækkar töluvert

14:54 Svo virðist sem tíðindi af WOW air séu enn og aftur farin að hafa áhrif á hlutabréfaverð í Icelandair Group en hlutabréf félagsins hafa lækkað nokkuð skarpt í dag. Meira »

Segja 14 skýr verkfallsbrot framin

14:40 Starfsmenn Eflingar segja að skýr verkfallsbrot hafi verið framin á hótelum síðastliðinn föstudag. Fjórtán tilvik hafi verið skráð niður, Center Hotels og Icelandair-hótelin hafi verið áberandi. Líklega á þó eftir að skera úr um hvort atvinnurekendur hafi í einhverjum tilvikum verið í rétti. Meira »

Kynrænt sjálfræði fyrir Alþingi

13:46 „Við fögnum þessu frumvarpi. Þetta frumvarp er gríðarleg réttarbót, sérstaklega fyrir transfólk og fólk sem skilgreinir ekki kyn sitt. Þú getur verið með hlutlausa kynskráningu samkvæmt þessu frumvarpi,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna 78, í samtali við mbl.is. Meira »

WOW nær samkomulagi við kröfuhafa

12:40 Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hefur komist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Meira »

Vilja þriðjung í viðbót fyrir Herjólf

12:17 Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Skipasmíðastöðin ber fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Meira »

Frestað aftur vegna WOW air

11:39 Fundi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins sem hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara var frestað til morgundagsins eftir að hann hafði aðeins staðið í um klukkustund. Meira »

Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu

11:39 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, en samningnum er ætlað að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Meira »

Funda um flugmálin

11:15 Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hófst í morgun og meðal umfjöllunarefna er staðan í flugmálum. Fulltrúar Samgöngustofu og samgönguráðuneytisins mæta fyrir nefndina og lýkur fundi um hádegi. Meira »

Verðlaunaði hugbúnað sem vaktar svefnvenjur

11:15 Verkefnið Lokbrá skaraði að mati dómnefndar fram úr á norrænu heilsuhakkaþoni sem haldið var í Háskólanum í Reykjavik um nýliðna helgi. Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Meira »

Tafir á flugi vegna veðurs

11:06 Tafir hafa orðið á innlandsflugi í dag vegna veðurs en hjá flugfélaginu Erni þurfti að seinka flugi til Húsavíkur en annað flug er á áætlun. Húsavíkurvélin fór heldur seinna í loftið en til stóð vegna veðurs. Meira »

Brást ef WOW var órekstrarhæft

11:03 Ef WOW air hefur lengi verið órekstrarhæft, eins og umræðan um flugfélagið hefur verið undanfarið, þá hefur Samgöngustofa brugðist hlutverki sínu með því að svipta félagið ekki flugrekstrarleyfi sínu. Meira »

Mislingafaraldurinn líklega stöðvaður

10:59 Liðnar eru þrjár vikur frá síðasta hugsanlega mislingasmiti og telur sóttvarnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn. Börn verða bólusett aftur samkvæmt fyrri áætlun við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða nú til að bólusetja yngri börn nema við sérstök tilefni. Meira »

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

10:50 „Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“ Meira »

100 íslensk verk á pólsku

10:49 Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni Gdańskie Targi Książki sem fram fer í Gdansk í Póllandi helgina 29.-31. mars 2019. Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar úr íslensku á pólsku. Meira »

Fundað áfram í kjaradeilunni

10:03 „Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins og fimm annarra í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira »

MAST kærir sölu ólöglegra fæðubótarefna

10:00 Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Meira »

100 þúsund krónum ódýrara með WOW

09:44 Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda. Meira »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...