Pakkaði fjögurra ára ESB-vinnu niður

Skjölin sem um ræðir.
Skjölin sem um ræðir. Ljósmynd/Facebook-síða SÍS

Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, birti ljósmynd á Facebook-síðu sambandsins af ESB-skjölum sem hún pakkaði niður áður en hún fór í sumarfrí.

Við myndina stendur: „Fjögurra ára starfi við ESB aðildarumsóknina pakkað niður korteri fyrir sumarfrí.“

Anna Guðrún var í samningahópi um byggðamál og var það aðalstarfið hennar í fjögur ár. Hópurinn var búinn að vinna drög að áætlunum fyrir Ísland í evrópsku byggðasjóðunum en sem kunnugt er drógu íslensk stjórnvöld aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka.

 „Þetta var mjög vönduð vinna sem varð ekki til mikils gagns. Hún var þörf fyrir land og þjóð varðandi byggðamálin, til að kortleggja stöðuna og setja markmið,“ segir  Anna.

„Ég var búin að hafa þetta uppi við dálítið lengi. Þetta var smá grín hjá mér. Ég var að taka til fyrir sumarfríið og hugsaði með mér að núna væri kominn tími til að pakka þessu niður, þó fyrr hefði verið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert