„Brotnaði niður og veröldin hrundi“

Íþróttamaðurinn Pálmi Guðlaugsson gerði sér lítið fyrir og kláraði hálfan járnkarl um þarsíðustu helgi. Pálmi fæddist líkamlega fatlaður en hefur aldrei látið fötlun sína stoppa sig þegar kemur að íþróttum. mbl.is heimsótti Pálma og ræddi við hann um íþróttirnar og árangurinn.

Landsliðsmaður í sundi

„Hreyfing hefur alltaf verið partur af minni daglegu rútínu,“ segir Pálmi, en það kom til að mynda aldrei til greina að sleppa skólaíþróttum. „Það er engin afsökun, maður er ekkert að sleppa þótt maður sé fatlaður,“ segir Pálmi, en íþróttir hafa löngum verið líf hans og yndi.

Pálmi æfði sund í 19 ár og var í landsliðinu um tíma. Sundið tók að reynast honum erfiðara svo Pálmi fór að horfa í greinar þar sem hann gæti átt meira langlífi sem íþróttamaður. Hann byrjaði að einbeita sér að hlaupum og fór sitt fyrsta hlaup með frænda sínum, Birgi Erni Birgissyni, sem hann lítur mikið upp til.

Sitt fyrsta hálfmaraþon hljóp Pálmi í október 2013, í fljúgandi hálku og á slitnum mannbroddum en lét ekki á sig fá. „Ég varð bara harðari fyrir vikið,“ segir Pálmi sem kláraði hlaupið votur í fæturna eftir að hafa stigið í poll. Stuttu síðar lenti Pálmi í lífsreynslu sem átti eftir að hafa á hann gríðarleg áhrif.

„Veröldin hrundi“

Gnístandi höfuðverkur sem varð svo að svima og skertri sjón varð til þess að Pálmi leitaði til læknis í desember 2013 og í ljós kom að hann hafði fengið blóðtappa.

Í kjölfar blóðtappans var tvísýnt með áframhaldandi íþróttaferil Pálma. Öryggisins vegna var honum ekki ráðlagt að hlaupa sem var gríðarlegt áfall fyrir Pálma. „Ég bara brotna niður og veröldin hrundi,“ segir Pálmi sem hafði lagt gríðarlega mikið á sig við að læra að hlaupa og var með stóra drauma.

Pálmi fékk að fara heim og verja jólunum með fjölskyldunni en um miðjan janúar lenti hann í því að sjónin fór aftur að raskast og í nokkrar mínútur missti hann algjörlega sjón á hægra auga. Í kjölfarið tóku við miklar rannsóknir en í ljós kom að hann var með bólgur í litla heila sem ollu krampa og hafði áhrif á sjón og jafnvægisskyn.

„Ég var mjög veikur og var varla að höndla þessar rannsóknir,“ segir Pálmi en betur fór en á horfðist í fyrstu og um fimm mánuðum eftir að hann fékk blóðtappann lauk Pálmi sinni fyrstu þríþrautarkeppni. „Ég fæ oft þreytuköst en það er bara eitthvað sem ég þarf að lifa með,“ segir Pálmi.

Síðan þá hafði hann dreymt um að taka þátt í hálfum járnkarli sem hann lét verða að veruleika 3. júlí síðastliðinn. „Ég er þannig séð í betra formi núna eftir að ég fékk blóðtappann,“ segir Pálmi sem er hvergi hættur.

Fyrstur fatlaðra á Íslandi

„Ég er fyrsti fatlaði maðurinn á Íslandi til að klára þetta,“ segir Pálmi sem er gríðarlega stoltur með árangurinn og vill gjarnan vera öðrum fyrirmynd. Þegar Pálmi setti sér það markmið að ljúka hálfum járnkarli segir hann þykkan vegg hafa verið á milli þess sem hann gat og þess sem hann ætlaði sér. „Ég gat ekkert af þessum hlutum, þurfti að leggja gríðarlega vinnu í að brjóta niður þennan vegg,“ segir Pálmi.

Það tókst honum á endanum en til að klára hálfan járnkarl þarf að synda 1,9 km, hjóla 90 km, og hlaupa hálfmaraþon eða 21 kílómetra. Pálmi lauk þrautunum á 8 klukkustundum og 4 mínútum. 

Það er þríþrautardeildin 3SH í Hafnarfirði sem heldur hálfa járnkarlinn og æfði Pálmi hlaup með þeim fyrir keppnina. Hann hafði sett sig í samband við Finnboga, þjálfara hjá 3SH, sem hefur reynst honum mjög vel í undirbúningnum. Hann æfði sund með Íþróttafélaginu Firði og Viðar Bragi var hjólreiðaþjálfarinn hans.

Pálmi var í 11 mánuði að undirbúa sig fyrir járnkarlinn en undirbúningsferlið gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Pálmi meiddist á öxl og þurfti að vera í sjúkraþjálfun í rúma þrjá mánuði sem setti strik í reikninginn en hann kom til baka af fullum krafti.

Pálmi í keppnisgallanum sem hann klæddist er hann þreytti hálfan ...
Pálmi í keppnisgallanum sem hann klæddist er hann þreytti hálfan járnkarl. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Æfingaferlið var strangt en þegar mest lét hljóp Pálmi og hjólaði samtals rúma 534 km á einum mánuði og á undirbúningsferlinu missti hann 12 kíló.

Þegar að keppninni kom var Pálmi tilbúinn í slaginn og kláraði fyrstu greinina, sundið, með glæsibrag. Næsta grein voru hjólreiðarnar en meðalhraði Pálma voru 22,5 km á klukkustund í miklum mótvindi.

Þegar kom að hlaupinu var lítið eftir af orku en Pálmi hélt þó ótrauður áfram. „Ég var svo hrikalega stífur í fótunum þegar ég byrjaði að hlaupa,“ segir Pálmi sem þurfti að labba fyrstu nokkur hundruð metrana á meðan hann var að ná sér í fótunum.

Hann ákvað þó að láta ekki mikið á því bera og greip sér pítsusneið áður en hann hljóp af stað með bros á vör þrátt fyrir krampa í fótum. „Það að hafa húmor og gott skap, það bjargar lífi manns,“ segir Pálmi sem er mikill húmoristi.

María Ögn hljóp með Pálma restina af leiðinni.
María Ögn hljóp með Pálma restina af leiðinni. Ljósmynd/Aðsend

Undir lok hlaupsins var Pálmi alveg búinn með tankinn og átti litla orku eftir. María Ögn Guðmundsdóttir hjólaþjálfari hljóp síðustu metrana með Pálma og segir hann það hafa verið mikla hvatningu. „Það var alltaf verið að hvetja mig, mér þótti svo gríðarlega vænt um það,“ segir Pálmi, sannfærður um að það hafi hjálpað sér að komast í mark.

Myndband af Pálma að koma í mark má sjá á Instagram-reikningi Maríu Agnar.

Tekur góða hvíld

Pálmi ætlar nú að taka sér góða hvíld frá íþróttum áður en hann heldur ótrauður áfram. Hálfi járnkarlinn tók alla þá orku sem hann átti og meira til og ætlar hann því að gefa sér góðan tíma í pásu og fara í gott frí.

Pálmi er fjölskyldu sinni, þjálfurum og öllum sem hafa stutt hann, gríðarlega þakklátur fyrir alla hjálpina, hvatninguna og stuðninginn sem hann hefur fundið fyrir. „Mér þótti mjög vænt um þessa hjálp,“ segir Pálmi og segist ekki geta þakkað fólkinu í kringum sig nægilega mikið. 

Pálmi í keppninni.
Pálmi í keppninni. Ljósmynd/Aðsend

„Það var aldrei neitt; „bíddu stopp, þú ert fatlaður,“ bara kýlum á þetta,“ segir Pálmi. „Það er ekki verið að einblína á hindrunina, heldur hvernig á að fara yfir hana,“ útskýrir Pálmi og segir að slíku viðmóti megi ekki taka sem sjálfsögðum hlut.

Í dag er Pálmi 28 ára og búinn að hlaupa þrjú hálfmaraþon og hefur lokið hálfum járnkarli. Hann lauk sínu fyrsta ári í félagsmála- og tómstundafræði við Háskóla Íslands í vor en hann lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í fyrra og stefnir á að halda áfram námi í haust.

Pálmi segir uppskeruna hafa verið erfiðisins virði og hvetur alla til að elta drauminn og gefa sér góðan tíma til þess. „Þora að dreyma og vera þolinmóður,“ segir Pálmi, „það er allt hægt.“

mbl.is

Innlent »

Fundu kannabisplöntur, landa og amfetamín

10:52 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði, en þar var að finna rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Meira »

Sigur Rósar-menn fara fram á frávísun

10:44 Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður núverandi og fyrrverandi liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda hljómsveitarinnar, lagði í dag fram frávísunarkröfu á grundvelli mannréttindasjónarmiða, við fyrirtöku máls er varðar meint skattsvik sveitarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram

10:18 Raunlosun íslenskra flugrekenda og losun frá íslenskum iðnaði hélt áfram að aukast í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar sem segir fjóra af fimm íslenskum flugrekendum hafa gert upp heimildir sínar. WOW air, skilaði losunarskýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Meira »

Pabbinn í vímu með börnin í bílnum

09:42 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar. Meira »

Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

09:18 Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra innlánseigenda sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Fólkið segir að starfsmenn bankans hafi elt eftirlaunaþega uppi og lofað þeim gulli og grænum skógum. Raunin reyndist önnur. Meira »

Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

08:42 „Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á Rás 2 í morgun. Sjálfur telur hann ólíklegt að Íslandi verði meinuð þáttaka á næsta ári og telur formlega athugasemd líklegri. Meira »

Lundar sestir upp í Hrísey

08:18 Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að. Meira »

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

07:57 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira »

Arfberar greiða fyrir þróun manna

07:37 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær.  Meira »

Ungt fólk sem styður EES

07:23 Alls eru andlit 272 ungmenna á auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Meira »

Próflausir og dópaðir í umferðinni

06:57 Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og gærkvöldi sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Enginn þeirra er með bílpróf þar sem tveir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og einn hafði aldrei hlotið ökuréttindi. Sá fjórði var síðan stöðvaður eftir miðnætti. Meira »

Engin von um 20 stig

06:45 Engin von er um að það mælist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu í þessari viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Umskipti hafa orðið og verður kaldast á norðaustanverðu landinu. Þrátt fyrir norðaustanátt kemur lægðardrag í veg fyrir sól á suðurhluta landsins. Meira »

Þingið árétti afstöðu Íslands

05:30 „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Meira »

Með 169 nefndir og ráð

05:30 Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Meira »

Borgin endurnýjar gönguleiðir

05:30 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Meira »

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

05:30 „Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag. Meira »

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

05:30 Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira »

Vill umræðu um álit Trausta

05:30 „Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á“. Meira »

Styðja Ara sem þjóðleikhússtjóra

05:30 Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira »
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...