Héldu á brott með „öngulinn í rassinum“

Mennirnir töldu sig í fullum rétti við veiðarnar í Haukadalsá …
Mennirnir töldu sig í fullum rétti við veiðarnar í Haukadalsá í Dölum. mbl.is/ Einar Falur Ingólfsson

Lögreglan á Vesturlandi þurfti á dögunum að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem tilkynnt hafði verið um að væru við laxveiðar í óleyfi í Haukadalsá í Dölum.

Mennirnir töldu sig í fullum rétti við veiðarnar, en þeir höfðu keypt veiðikort að vötnum og miskilningur milli þeirra og söluaðila olli því að þeir héldu að kortið heimilaði þeim að stunda laxveiðar í öllum ám á Íslandi.

„Lögreglan mætti á staðinn og leiðrétti misskilninginn og héldu ferðamennirnir á brott við svo búið með öngulinn í rassinum,“ að því er segir á Facebook síðu lögreglunnar.

mbl.is