Nýja birnan gæti orðið farandbirna

Skagabirnir. Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson á Akureyri stoppuðu birnina …
Skagabirnir. Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson á Akureyri stoppuðu birnina upp árið 2009. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fimm ísbirnir hafa gengið hér á land frá því í júní 2008 og hafa allir verið felldir. Þrír hafa verið stoppaðir upp og eru fólki til sýnis.

Skinnið af birnu sem felld var á Hornströndum 2. maí 2011 er enn í frysti hjá Náttúrufræðistofnun. Að sögn Þorvaldar Björnssonar hamskera fékkst ekki fjármagn til að súta skinnið og stoppa dýrið upp á sínum tíma „vegna niðursveiflu í þjóðfélaginu“.

En nú eru bjartari tímar og segir Þorvaldur að Hornstrandabirnan og birnan sem felld var um síðustu helgi fari í sútun og uppstoppun á næstunni. Þorvaldur segir að sárlega vanti uppstoppað bjarndýr sem lána mætti til safna og stofnana til skemmri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert