Félagsfundur flugfreyja gekk vel

Flugvél Flugfélags Íslands.
Flugvél Flugfélags Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Félagsfundur var haldinn hjá flugfreyjum hjá Flugfélagi Íslands í gær. Þar voru kjaramál til umræðu eftir að kjarasamningur þeirra var felldur með afgerandi hætti.

Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að fundurinn hafi gengið mjög vel. Félagið hafi fengið að vita hvað það var í samningnum sem 81% flugfreyjanna felldi í lok júní.

Hún vill ekki gefa upp um hvert ágreiningsefnið í samningnum var en bætir við að fundur verði haldinn hjá Ríkissáttasemjara í ágúst.

„Við munum koma með á næsta samningafund hvað það er sem olli því að samningurinn var felldur og reyna að fá umræðu um það,“ segir Sigríður og tekur fram að engar verkfallsaðgerðir séu fyrirhugaðar hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert