Einsleitni kemur okkur ekkert áfram

„Það eru sóknartækifæri á mörgum stöðum fyrir konur,“ segir Þórdís ...
„Það eru sóknartækifæri á mörgum stöðum fyrir konur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, frá árinu 2013 en á borði félagsins hafa verið stærri og smærri verkefni sem snúa öll að því að styrkja konur í atvinnulífinu. Sjálf kynntist Þórdís Lóa félaginu þegar hún ákvað að söðla um og skipta alfarið um starfsvettvang.

„Í grunninn er ég menntaður félagsfræðingur og hafði unnið hjá hinu opinbera í fjölda ára þegar ég ákvað eftir að hafa lokið námi í viðskiptafræði að fara út á almenna vinnumarkaðinn. Ég hafði stýrt stórri einingu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, kennt í Háskóla Íslands, setið í fastanefndum fyrir ráðherra – lifað og hrærst í opinbera kerfinu og þar innan þekkti ég allt og alla; aðferðafræðina, fólkið og leikreglurnar. Ég fékk því svolítið sjokk þegar ég komst að því að tengslanet mitt náði ekkert út fyrir opinbera geirann og ég þekkti engan í viðskiptalífinu,“ segir Þórdís Lóa.

Þegar Þórdís Lóa áttaði sig á stöðunni lét hún það vera eitt sitt fyrsta verk að ganga í FKA en hún og eiginmaður hennar voru þarna komin út í fyrirtækjarekstur; áttu og ráku Pizza Hut bæði hérlendis og í Finnlandi.

„Ég sá að ef ég ætlaði að ná einhverjum árangri í viðskiptalífinu – ná að gera góða samninga og svo framvegis – yrði maður að þekkja fólk. Auk FKA gekk ég því líka í Viðskiptaráð og fór þannig skipulega í það að tengja mig inn í viðskiptalífið.“

Þegar FKA var stofnað árið 1999 var það einmitt upplifun kvenna eins og Þórdísar Lóu sem varð til þess að félaginu var komið á fót að undirlagi þáverandi iðnaðarráðherra en könnun á högum íslenskra kvenna í atvinnurekstri sýndi að þeim fannst þær vanta stuðning. Fyrst var félagið hugsað fyrir konur í atvinnurekstri en síðar var lögum félagsins breytt og það opnað fyrir konur í atvinnulífinu sem geta þá verið eigendur, setið í stjórn eða verið í stjórnunarstöðu í fyrirtæki.

„Ég heyri mjög gjarnan konur í FKA segja að þær hafi ekki áttað sig á hvað tengslanetið er mikilvægt – allir hafi talað um það en þær hafi ekki áttað sig á því hvað það raunverulega þýddi. Mér finnst aftur á móti eins og ungu konurnar séu mjög meðvitaðar um að þetta skiptir máli og það er mjög breytt frá því sem var fyrir 10-15 árum.

Það að eiga sterkt tengslanet er miklu dýpra í menningu karlmanna því þótt konur hafi frá örófi alda verið afar öflugar í atvinnulífinu – stýrt stórum heimilum og heilu sveitunum meðan karlmennirnir fóru á sjóinn, að heyja og til annarra verka – þá höfðu þær ekki sömu tækifæri til að fara út og hitta fólk. Karlmennirnir gátu farið í verkefni utan heimilisins, hitt hópa af öðrum karlmönnum og ræktað tengsl sín á milli.“

Þegar Þórdís Lóa starfaði í Finnlandi hitti hún bandarískan prófessor á fundi með viðskiptaráðinu þar í landi þar sem verið var að skoða hvernig Finnar gætu aukið útflutning sinn. „Ég geymi alltaf með mér það sem hann sagði um mikilvægi þess að mynda og rækta tengsl og að gera það á vinnutíma. Það væri manns hlutverk sem stjórnanda og partur af starfinu; að einangrast ekki. Konur eru að pluma sig vel í stjórnunarstöðum þrátt fyrir að vera kannski einungis innan um karlmenn en um leið upplifa margar hverjar sig einangraðar í slíkum aðstæðum.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Ópal undir tíðu eftirliti MAST

12:18 Matvælastofnun hefur fylgst grannt með framleiðslu hjá Ópali sjávarfangi síðan í ljós kom að afurðir frá fyrirtækinu væru listeríusmitaðar og gera má ráð fyrir að fyrirtækið falli um framleiðsluflokk. Meira »

Enginn neyðist til að sofa úti

11:59 Það er forgangsmál hjá Reykjavíkurborg að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru án heimilis í Reykjavík. Að enginn neyðist til að sofa úti nema viðkomandi óski þess sjálfur, segir Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs. 38% þeirra sem komu á Vog árið 2017 höfðu ekki húsnæði til umráða. Meira »

Stakk gat á hjólbarða bifreiða

11:34 Maður var handtekinn í Reykjavík í morgun grunaður um að hafa stungið gat á hjólbarða á bifreiðum, en tilkynnt var um manninn á sjöunda tímanum í morgun. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

11:27 Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum. Meira »

Ætla að reyna til þrautar

10:30 „Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »

Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

05:30 Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Meira »

Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður

05:30 „Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Meira »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »
Ítalskur 2ja sæta svartur leðursófi 100þ
Upprunalegt verð 223.000 kr. Sími 690 6344...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...