Svört skýrsla um AGS

Christine Lagarde stýrir Alþjóða gjaldeyrissjónum (IMF).
Christine Lagarde stýrir Alþjóða gjaldeyrissjónum (IMF). AFP

Stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerðust „klappstýrur“ evrunnar og hunsuðu háskamerki um yfirvofandi kreppu í evruríkjunum.

Þetta kemur fram í innri úttekt sjóðsins á flókinni pólitískri stöðu sjóðsins í skuldavanda evrulandanna, sem birt var í gær. Þar er farið djúpt ofan í starfsemi sjóðsins í aðdraganda kreppunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslunni kemur einnig fram að stjórnendurnir hafi gefið stjórn sjóðsins rangar upplýsingar og til dæmis gert fjölmörg afdrifarík mistök hvað varðaði sértækan fjárhagsvanda Grikklands.

Einnig kemur fram að engar neyðaráætlanir hafi verið til staðar um hvernig ætti að bregðast við fjármálakreppu á evrusvæðinu eða hvernig ætti að bregðast við pólitískri spennu sem gæti myndast í fjölþjóðlegu myntbandalagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »