Áfrýja dómi til Hæstaréttar

Starfsstöð flugumferðarstjóra í turninum á Reykjavíkurflugvelli.
Starfsstöð flugumferðarstjóra í turninum á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Það má segja að kjaradeilunni ljúki eða hún byrji upp á nýtt þegar dómur Hæstaréttar fellur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Hann segir nýlega dómsátt gerðardóms gerða með fyrirvara um að flugumferðarstjórar muni áfrýja lagasetningu Alþingis um vinnudeilu þeirra til Hæstaréttar.

„Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessi mál þróast, hvort að ríkið geti endalaust verið að setja lög á vinnudeilur. Þessi ríkisstjórn hefur verið afar dugleg við að stöðva vinnudeilur með lagasetningu. Við hjá verkalýðshreyfingunni verðum bara að halda áfram að berjast, við megum ekki láta þetta viðgangast,“ segir Sigurjón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert