Flaggaði í landsliðstreyju

Guðni flaggar í tilefni dagsins.
Guðni flaggar í tilefni dagsins. Ljósmynd/Eliza Reid

Verðandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flaggaði við heimili sitt á Seltjarnarnesi í morgun í tilefni af því að hann verður síðar í dag settur í embætti við hátíðlega athöfn í alþingishúsinu. Guðni verður sjötti forseti lýðveldisins og sá yngsti til þess að gegna embættinu.

Eliza Reid, eiginkona Guðna, birti mynd af Guðna á facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann dró íslenska fánann að húni íklæddur íþróttabuxum og landsliðstreyju. Með fylgir textinn: „Í tilefni dagsins. Spennandi tímar framundan!“

mbl.is