Hátíðleg stund á Austurvelli

Mikill mannfjöldi er samankomin á Austurvelli.
Mikill mannfjöldi er samankomin á Austurvelli. mbl.is/Júlíus

Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti forseta á miðnætti í gær.  Mikill mannfjöldi er nú samankominn á Austurvelli þar sem athöfnin hófst klukkan þrjú með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög.

Um hálffjögur munu svo forseti Íslands og föruneyti ganga að Dómkirkjunni þar sem helgistund verður haldin í umsjá biskups Íslands, frú Agnesar M. Sigurðardóttur.

Að helgistundinni lokinni verður haldið í alþingishúsið á ný þar sem Guðni Th. Jóhannesson verður svarinn í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert