Braut ítrekað nálgunarbann úr fangelsi

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands mbl.is/Kristinn

Karlmaður sem hef­ur ít­rekað brotið nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili stjúp­dætra sinna og móður þeirra, sem jafn­framt er eig­in­kona manns­ins, hélt áfram að brjóta nálgunarbannið með því að hringja ítrekað í þær úr fangelsi þar sem hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Þá fékk hann vinkonu sína til að bera handskrifuð bréf frá sér til kvennanna þriggja og sett daglega í póstkassa þeirra með undirskriftinni „X“.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að framlengja gæsluvarðhaldi yfir manninum til 25. ágúst, en maðurinn er einnig grunaður um að hafa í ár­araðir brotið gegn mæðgun­um með ít­rekuðum kyn­ferðis­brot­um, lík­am­legu of­beldi og hót­un­um. Var maðurinn ákærður um miðjan síðasta mánuð og málið þingfest fyrir mánaðarmót.

Mbl.is hefur fjallað ít­ar­lega um mál manns­ins fyrr í sumar, en það vakti meðal ann­ars umræðu um stöðu kvenna sem eru fast­ar í víta­hring árum sam­an, þar sem eig­in­menn þeirra kom­ast ít­rekað upp með að brjóta nálg­un­ar­bann.

Frétt mbl.is: Grunaður um kynferðisafbrot í áraraðir

Frétt mbl.is: Fastar í vítahringnum árum saman

Frétt mbl.is: Ítrekuð brot á nálgunarbanni erfið

Frétt mbl.is: Áfram í haldi vegna brota gegn mæðgum 

mbl.is