Útlit fyrir góða berjasprettu um land allt

Í berjamó.
Í berjamó. Ljósmynd/Benjamín Baldursson

„Ég hef haft fréttir af berjaáhugafólki og vinum mínum fyrir norðan og austan og það er nú svo makalaust að fólk var farið að tína ber um miðjan júlí sem er mánuði á undan venjulegum berjatíma.“

Þetta segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, í Morgunblaðinu í dag en hápunktur berjasprettu á Íslandi er iðulega í ágúst. Sveinn segir sig ekki hafa grunað að það væri hægt að fara svona snemma í berjatínslu.

Sveinn heldur að ástæðan fyrir þessari góðu berjasprettu sé hlýtt vor og sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um berjabúskapinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert