Forsætisráðherra segir skynsamlegt að halda flokksþing

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV að hann teldi skynsamlegt sé að haldið verði flokksþing fyrir kosningar. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að miðstjórnarfundur verði haldinn í byrjun september en það er í höndum miðstjórnar að taka ákvörðun um flokksþing.

Þá sagði Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra við RÚV að dæmi séu um að flokksþing hafi ekki verið haldin fyrir kosningar en hann teldi þó meiri líkur en minni á því að vilji væri fyrir því að haldið verði flokksþingi fyrir kosningar.

Frétt mbl.is: Vilji til að halda flokksþing

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert