Gleðigangan rennur úr hlaði

Mikið er um litadýrð, vel skreytta vagna og flotta búninga í miðborg Reykjavíkur þessa stundina enda var Gleðigangan að sigla af stað í átt að Arnarhóli þar sem hátíðinni verður haldið áfram í dag. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga sem hafa farið fram á undanförnum dögum.

Mikill fjöldi fólks á öllum aldri er kominn saman í miðborginni til þess að taka þátt í gleðinni og fagna fjölbreytileika íslensks samfélags. Meðfylgjandi má sjá myndir sem ljósmyndari mbl.is náði af nokkrum úr göngunni sem var þá við það að renna úr hlaði og skein gleði úr hverju andliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina