Strandveiðin setti svip á Norðurfjörð

Strandveiðimenn að landa afla dagsins á miðvikudaginn á Norðurfirði. Veður ...
Strandveiðimenn að landa afla dagsins á miðvikudaginn á Norðurfirði. Veður hefur verið mjög hagstætt til veiða. Árni Sæberg

Strandveiðarnar hafa gengið mjög vel í sumar hjá þeim bátum sem gera út frá Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum.

„Héðan hafa verið gerðir út 25 bátar þegar mest hefur verið. Þetta hefur því verið mjög líflegt og skemmtilegt sumar hjá okkur,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi þar á staðnum í samtali við Morgunblaðið í dag.

Bátarnir sem gerðir eru út frá Norðurfirði koma víða að af landinu, sumir frá nágrannabyggðarlögunum en aðrir mjög langt að.

Færri komast að en vilja

Að sögn Elínar Öglu koma sömu mennirnir ár eftir ár. „Við höfum orðið að vísa frá bátum því fleiri geta ekki landað hér með góðu móti,“ segir Elín Agla. Engin áform eru um að koma upp búnaði til að þjónusta fleiri báta. „Við hér á Ströndum viljum flýta okkur hægt.“

Vinsældir Norðurfjarðar helgast af því fyrst og fremst að þaðan er stutt að sækja á gjöful fiskimið í Húnaflóa og út af flóanum. „Þeir sem lengst sækja fara alla leið að Horni,“ segir Elín Agla við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »