Maðurinn enn ófundinn

Frá vettvangi á föstudagskvöld.
Frá vettvangi á föstudagskvöld. mbl.is/Freyja Gylfa

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á átökunum í Breiðholti á föstudagskvöld er í fullum gangi að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar. Maðurinn sem lögregla hefur leitað að frá því aðfaranótt laugardags gengur enn laus. Lögregla veit deili á manninum og er allt kapp lagt á að ná honum.

Uppfærð frétt: Maðurinn fundinn

Tilkynnt var um tvo skothvelli sem bárust frá hópnum á föstudagskvöld. Til vopnaðra slagsmála kom á milli 40 til 50 manns fyrir utan söluturninn í Iðufelli. Friðrik Smári sagði í samtali við mbl.is í gær að almenningi stafaði ekki hætta af manninum og svo virtist sem átökin tengdust uppgjöri á milli tveggja hópa.

Maður sem var hand­tek­inn aðfaranótt laug­ar­dags var í gær úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Konu sem var einnig hand­tek­in í tengsl­um við rann­sókn­ina var sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert