Ákveðið 10. september um flokksþing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Miðstjórnarfundur hefur verið boðaður í Framsóknarflokknum 10. september. Þar verður ákveðið hvort efnt verður til flokksþings fyrir kosningarnar í haust.

Komið hefur til tals að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt svo að forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt í ljósi atburða síðasta vors.

Ef ákveðið verður að halda flokksþing verður það hugsanlega í lok september, samkvæmt V.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, sagði í samtali við RÚV að það lægi fyrir að Sigmundur ætli að gefa kost á sér til formennsku í flokknum áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert