Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið.
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Mennirnir hafa báðir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar LRH, í samtali við blaðamann mbl.is. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudaginn, 12. ágúst.

Uppfært kl. 13.51:
mbl.is greindi fyrst frá því að annar maðurinn væri 17 ára og hinn 37 ára. Hið rétta er að annar maðurinn er 28 ára og hinn 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Rangar upplýsingar bárust frá lögreglu sem hefur nú leiðrétt upplýsingarnar. 

Hald hefur verið lagt á eitt skotvopn vegna rannsóknar málsins en það er talið vera vopnið sem notað var til að skjóta á fólksbíl um kvöldið. Þrír voru í bílnum sem skotið var á en enginn slasaðist.

Rannsókn málsins er í fullum gangi, að sögn Friðrik Smára. Aðspurður segir hann lögreglu ekki hafa náð almennilega utan um hverjir hafa verið meðal þeirra sem tókust á. Um tuttugu til þrjátíu manns hafi verið að ræða.

Segir hann allt benda til þess að fólkið í bílnum hafi tengst deilunum, að ekki hafi verið um handahófskennda árás á almenning að ræða. Þá segir Friðrik Smári að eftir eigi að koma í ljós hvort vopnið hafi verið skráð og lögregla viti ekki til þess að önnur vopn hafi verið sýnileg í átökunum um kvöldið.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Atburðarás síðustu daga

Slagsmál brutust út fyrir utan söluturn í Iðufelli í Breiðholti snemma kvölds föstudaginn 5. ágúst. Lögregla kom á staðinn en fór skömmu síðar í burtu.

Um kl. 21 kom aftur til átaka, byssuskot heyrðust og óskað var eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út vegna tilkynningarinnar, líkt og kom fram í tilkynningu sem send var til fjölmiðla.

Hverfinu var lokað af lögreglu. Skömmu eftir kl. 23 barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem fólk í Fellahverfinu í Breiðholti var beðið um að vera ekki á ferli.

Rétt fyrir klukkan hálftvö um nóttina barst þriðja tilkynningin frá lögreglu. Þar kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitaði tveggja manna og ökutækis í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar í Fellahverfinu. Þar kom einnig fram að tilkynnt hefði verið um tvo skothvelli og vitni hefðu greint frá því að skotið hefði verið á bíl. Mennirnir tveir sem leitað var að væru grunaðir um skotárásina. Hvatti lögregla mennina til að gefa sig fram, sem og þá sem voru í bifreiðinni.

Á laugardagsmorgninum sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að um þröngan hóp hefði verið að ræða sem virðist hafa verið að gera upp sakir sem þeir áttu sín á milli. Sagði hann einnig að lögregla teldi sig vita hverjir mennirnir tveir, sem þá var leitað að, væru.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudag.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudag. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Rétt fyrir hádegi á laugardag barst tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu væri með tvo í haldi vegna aðgerðanna kvöldið áður, karl og konu. Sagði einnig að maðurinn væri annar þeirra sem grunaður væri um að hafa staðið að skotárásinni.

Klukkan tvö á laugardag barst enn og aftur tilkynning frá lögreglu en þar kom fram að bíllinn hefði fundist í Breiðholti. Hafði lögregla náð sambandi við þá sem voru í bílnum og slösuðust þeir ekki þegar skotið var á bílinn.

Klukkan rúmlega fimm á laugardag barst tilkynning frá lögreglu um að maðurinn sem handtekinn var fyrr um daginn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Konan var aftur á móti látin laus.

Lögregla sendi síðan frá sér tilkynningu fyrir hádegi á mánudag þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði verið handtekinn þann morguninn. Maðurinn fannst á höfuðborgarsvæðinu en hann gaf sig ekki fram sjálfur.

Síðdegis á mánudag barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það rennur út á föstudaginn, 12. september.

mbl.is

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...