Skólahald í Árneshreppi er tryggt næsta vetur

Nemendur Finnbogastaðaskóla. Mynd úr safni.
Nemendur Finnbogastaðaskóla. Mynd úr safni.

Skólahald í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum næsta vetur, hefur verið tryggt. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra Hótels Djúpavíkur, er oddviti Árneshrepps. Eva sagði í samtali við Morgunblaðið að nýr skólastjóri hefði verið ráðinn að grunnskólanum og tryggt væri að a.m.k. fjögur börn, frá sex og upp í ellefu ára, yrðu nemendur skólans í vetur.

„Það er búið að ráða skólastjóra að skólanum, Helgu Garðarsdóttur, og kaupfélagsstjóra, sem kemur hingað með þrjú börn, þannig að skólahald í vetur er tryggt, með að minnsta kosti fjórum börnum,“ sagði Eva.

Hún segir að börnum í Árneshreppi muni fækka þar sem tveir bændur hafi ákveðið að bregða búi, en á þessum tveimur bæjum hafi verið fjögur börn, sem hafi verið í Finnbogastaðaskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »