Íhuga rannsókn vegna plastbarkamáls

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins munu í dag mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og fara yfir rökstuðning fyrir því hvort skipa eigi rannsóknarnefnd til þess að fara yfir hugsanlega aðkomu Íslendinga að hinu svonefnda plastbarkamálinu sem hefur verið til rannsóknar í Svíþjóð.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að engin ákvörðun verði tekin á fundinum heldur komi nefndin aðeins til með að hlusta á rök ráðuneytisins í málinu.

Nefndinni barst erindi frá heilbrigðisráðherra í vor þar sem hann óskaði eftir því að forsendur fyrir hugsanlegri rannsókn á aðkomu Íslendinga að meðferð sjúk­lings sem und­ir­gekkst um­deilda barkaígræðslu árið 2011 við Karol­inska há­skóla­sjúkra­húsið í Svíþjóð verði kannaðar með tilliti til þess að skipuð verði rannsóknarnefnd sem færi yfir hugsanlega aðkomu Íslendinga að málinu.'

Frétt mbl.is: Rétt að rannsaka barkaígræðslu

Maðurinn sem um ræðir var búsettur hér á landi. Hann leitaði sér lækninga á Landspítalanum en í ljós kom að hann var með krabbamein í hálsi. Var ákveðið að senda hann til Svíþjóðar þar sem græddur var í hann plastbarki. Maðurinn lét síðar lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert