Kílómetri bráðinn burt frá aldamótum

Fólk við sporð jökulsins sem styttist ört. Lónið sem myndaðist …
Fólk við sporð jökulsins sem styttist ört. Lónið sem myndaðist fyrir fáum árum breytist stöðugt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Á þessum slóðum er mun örari rýrnun en þekkst hefur síðan mælingar á jöklum landsins hófust,“ er haft eftir Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi hjá Veðurstofu Íslands, í grein í Morgunblaðinu í dag. Austur við Sólheimajökul í Mýrdal hafa verið gerðar mælingar árlega og á næstunni verður staðan fyrir þetta ár tekin út. Atburðarás síðustu ára er þó um margt athygliverð, því frá aldamótum hefur jökullinn gengið til baka um nærri einn kílómetra.

Samkvæmt loftslagsbreytingum

Þróun Sólheimajökuls, hop hans og bráðnun jökulhellunnar, hefur verið samkvæmt hitastigi og loftslagsbreytingum á undanförnum árum. Jökullinn styttist um 973 metra frá árinu 2000-2015 eða um 65 metra á ári að jafnaði. Ætla má að eitthvað bætist við undanhaldið í ár sem þá verður komið í meira en einn kílómetra á sextán árum. – Þá hafa um 10 metrar á ári hverju bráðnað ofan af kápu jöklsins niður við sporð, en það er þó ekki mælt nákvæmlega.

Stóra spurningin viðvíkjandi Sólheimajökli nú er sú hvort fram séu komin áhrif af kuldatíð sumarið 2015.

„Árið í fyrra er eina tímabilið það sem af er þessari öld sem jöklar landsins hafa bætt við sig, en nákvæmari mælingar ættu að svara frekari spurningum í því sambandi. Sumarhiti að undanförnu gefur þó tilefni til að ætla að bráðnun í ár sé nokkuð mikil. Annars eru óvissuþættirnir margir. Nú hefur til dæmis myndast lón framan við jökulsporðinn og í það falla stórir jakar. Slíkt köllum við kelfingu. Jakarnir sem lónið brýtur af jöklinum og bráðna utan hans eru umfram þann toll sem loftslagið tekur,“ útskýrir Oddur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »