Þörf á tvöföldun vega

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Innanríkisráðherra telur ekki hjá því komist að ráðast í tvöföldun hringvegarins. Það sé mikið verkefni og skatttekjur dugi ekki. Ólöf Nordal stingur upp á því að litið verði til einkafjármögnunar með samvinnu ríkis og einkaframtaks.

„Það er orðið tímabært að við spyrjum okkur að því hvenær tími sé kominn til að tvöfalda hringveginn. Hversu lengi komumst við af með alla þessa umferð á þjóðvegi númer 1, eins og við þekkjum hann nú? Ég tel að ekki sé hægt að komast hjá því að tvöfalda umferðarþyngstu vegina sem fyrst,“ segir Ólöf.

Samvinna við einkaframtak

Hún segir að uppbygging vegakerfisins kosti mikið og verkefni ríkisins séu svo umfangsmikil að öðru leyti að skatttekjur dugi ekki fyrir öllum framkvæmdunum á stuttum tíma. „Samgöngukerfið hefur það fram yfir margt annað að þar er hægt að blanda saman skattfé borgaranna og einkafjármögnun, með samvinnu ríkis og einkaframtaks. Ég tel rétt að líta til þess að ná fram auknu hagræði fyrir skattgreiðendur. Hugmyndin um lagningu Sundabrautar gæti verið gott dæmi um það.“

Ólöf hefur lokið krabbameinsmeðferð, öðru sinni, og segist hafa fullt starfsþrek. Hún hlakkar til prófkjörs og kosninga til Alþingis og að láta áfram gott af sér leiða. Hún sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna, en ítarlega er rætt við Ólöfu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert