Joss Stone heldur tónleika í Hörpu

Joss Stone.
Joss Stone. AFP

Von er á bresku söngkonunni Joss Stone, eða Joscelyn Eve Stroker, hingað til lands í lok október en hún heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 30. október. Á tónleikunum mun hún flytja lög af nýju plötunni sinni, Water for Your Soul, í bland við helstu smelli.

mbl.is

Stone hefur verið á kafi í tónlist allt sitt líf og vann hún hæfileikakeppnina A Star for a Night á BBC aðeins 13 ára gömul og samdi við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims 15 ára að aldri.

Velgengni Stone hefur rutt brautina fyrir nýja kynslóð af breskum sálarsöngkonum en Stone, sem er tæplega 30 ára, hefur selt yfir 12 milljón plötur á heimsvísu. Fyrsta plata hennar, The Soul Sessions, kom út árið 2003 og sló í gegn. Næsta plata, Mind Body & Soul, innihélt risasmellinn You Had Me, en bæði það lag og platan voru tilnefnd til Grammy-verðlauna auk þess sem Stone var tilnefnd sem besti nýi listamaður ársins.

Miðasala hefst fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10 á Harpa.is og Tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert