Fá leyfi til að gifta sig

Raví og Ragnheiður kynntust við rætur Himalajafjalla þar sem þau …
Raví og Ragnheiður kynntust við rætur Himalajafjalla þar sem þau unnu bæði við fjallamennsku og flúðasiglingar.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur dregið til baka úrskurð sem bannaði Ragnheiði Guðmundsdóttur að ganga eiga indverskan kærasta sinn Raví Rawad og gefið út svonefnt könnunarvottorð. Þau geta því gift sig strax í næstu viku.

Upphaflega vildi sýslumaður ekki taka gild gögn frá Indlandi sem Raví framvísaði til að geta gengið í hjónaband og fengið dvalarleyfi hér á landi. Ragnheiður þjáist af 4. stigs lífhimnukrabbameini.

Ragnheiði var sagt að hún þyrfti að fyrsta fósturvísa ef hún vildi eiga möguleika á að eignast barn vegna áhrifa sem lyfjagjöfin vegna krabbameinsins hefur á frjósemi. Parið ákvað því að gifta sig sem fyrst til þess að geta fryst fósturvísa en aðeins giftir eða fólk í sambúð má gera það. Sýslumaður hafnaði í tvígang að viðurkenna gögnin sem Raví lagði fram til að geta gengið í hjónaband á Íslandi. 

Í tölvupóstsvari til mbl.is staðfestir Ragnheiður að þau Raví hafi fengið að vita af því í morgun að sýslumaður hafi snúið ákvörðun sinni við. Þau eigi að fá svonefnt könnunarvottorð sem dugar til að þau geti gift sig í dag.

„Við getum nú gift okkur í næstu viku. Þurfum bara finna stund og stað og einhvern til að gefa okkur saman,“ segir Ragnheiður.

Fréttir mbl.is

Meinað að giftast ástinni sinni

Hafa kært úrskurðinn

Sendiráðið segir gögn Raví lögmæt

Ráðuneytið greip inn í 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert