Gefur kost á sér í 5. sætið

Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur.
Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur.

Guðmundur Edgarsson, málmenntafræðingur og kennari við HR og EHÍ, gefur kost á sér í 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi þingkosninga.

„Kjörorð Guðmundar í prófkjörinu eru meira frelsi og lægri skattar. Þannig vill Guðmundur færa fleiri verkefni frá ríki til markaðar en almennt hefur tíðkast og lækka álögur á vinnandi fólk og fjölskyldur í kjölfarið,“ segir í fréttatilkynningu frá frambjóðandanum.

mbl.is