Smalaði en braut ekki reglur

Þórður Guðsteinn Pétursson
Þórður Guðsteinn Pétursson

Þórður Guðsteinn Pétursson, sem hafnaði í efsta sæti í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi smalaði fólki og fékk það til að kjósa sig en braut ekki gegn prófkjörsreglum kjördæmaráðs Pírata á Norðvesturlandi. Reglan, sem bannar kosningasmölun, tók ekki gildi fyrr en eftir að smölunin átti sér stað. 

Þetta er niðurstaða úrskurðanefndar Pírata en framkvæmdastjóri Pírata og kosningastjóri Pírata lögðu fram kæru til úrskurðarnefndar. Í kærunni óskuðu kærendur eftir því að úrskurðarnefnd myndi skera úr um hvort Þórður Guðsteinn Pétursson hefði gerst sekur um kosningasmölun í aðdraganda prófkjörsins. Einnig var þess óskað að kannað væri hvort  hann hafi með hegðun sinni brotið gegn e-lið 8. greinar prófkjörsreglna kjördæmisráðs Pírata á Norðvesturlandi.

Í færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar prófkjörsins sagði Þórður Guðsteinn Pétursson að hann hefði fengið fólk til að skrá sig í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins. Orðrétt segir Þórður í færslunni: „…já ég fékk systkini mín (eru 5 í n.v.) og nokkra vini til að skrá sig í flokkinn, kringum 20-30 manns og ég mun halda því stöðugt áfram.“ 

Niðurstaða úrskurðarnefndar

Frétt mbl.is: Stjórn Pírata styður listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert