Verður kosið um Evrópusambandið?

mbl.is/Hjörtur

Vandséð er að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. Tveir stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi vilja að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, það er Píratar og Samfylkingin. Píratar hafa þó enga stefnu þegar kemur að inngöngu í sambandið á meðan Samfylkingin er henni hlynnt.

Björt framtíð er einnig hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en hvergi í stefnu flokksins er þó kveðið á um að þjóðaratkvæði skuli fara fram um framhald málsins. Einungis um endanlegan samning komi til hans. Engu að síður lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar fram þingsályktunartillögu á Alþingi fyrir helgi þess efnis að þjóðaratkvæði færi fram um framhaldið samhliða fyrirhuguðum þingkosningum í haust.

Viðreisn, sem ekki á fulltrúa á Alþingi, styður inngöngu í Evrópusambandið líkt og Samfylkingin og Björt framtíð og að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldið. Fram kemur í stefnu flokksins að kjósa skuli um framhaldið eins fljótt og hægt er í bindandi atkvæðagreiðslu. Samkvæmt stefnu Pírata skal slíkt þjóðaratkvæði einnig vera bindandi.

Þrír flokkar hafna inngöngu í ESB

Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggst gegn inngöngu í Evrópusambandið. Hvergi í stefnu flokksins er kveðið á um þjóðaratkvæði um það hvort taka eigi frekari skref í þá áttina. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur hins vegar sagt að flokkurinn myndi ekki leggjast gegn slíkri atkvæðagreiðslu. Málið væri hins vegar ekki einfalt.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt stefnu flokksins. Tryggja verði hins vegar að frekari skref verði ekki tekin nema að undangengnu þjóðaratkvæði þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji ganga í sambandið. Ljóst er af orðalaginu að flokkurinn hefur sjálfur ekki í hyggju að standa að slíkri kosningu.

Framsóknarflokkurinn leggst að sama skapi gegn inngöngu í Evrópusambandið og er hvergi kveðið á um það í ályktunum síðasta flokksþings flokksins að taka skuli frekari skref í þá átt með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Einungis er tekið fram að flokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins.

Vilja bindandi kosningu um málið

Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna er aðeins einn flokkur með stefnu sem kemur heim og saman við þjóðaratkvæði um frekari skref í átt að Evrópusambandinu samhliða næstu þingkosningum, Samfylkingin. Ekki er kveðið á um slíkt í stefnu Bjartrar framtíðar þrátt fyrir að þingmenn hennar standi að slíkri þingsályktun.

Píratar og Viðreisn styðja þjóðaratkvæði um framhald málsins en setja það skilyrði að slík kosning skuli vera bindandi. Ekki er hins vegar hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim efnum nema að breyttri stjórnarskrá. Ekki stendur til að setja slíkt ákvæði í stjórnarskrána fyrir næstu þingkosningar og engar líkur á því.

VG er andvíg inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt stefnu sinni og ljóst er að orðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, að hann mun ekki hafa frumkvæði að þjóðaratkvæði í þessum efnum enda ekki kveðið á um slíka atkvæðagreiðslu í stefnu hans. Katrín hefur enda tekið skýrt fram að ekki sé um forgangsmál að ræða.

Ólíklega kosið á næsta kjörtímabili

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafna inngöngu í Evrópusambandið og þar með öllum skrefum í þá átt. Sjálfstæðisflokkurinn gerir hins vegar þá kröfu að ekki verði farið lengra með málið nema þjóðin verði spurð hvort hún vilji ganga í sambandið. Ólíklegt er hins vegar að þannig verði spurt komi til þjóðaratkvæðis.

Hægt verður að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæði og án þess að rjúfa þing og boða til kosninga út apríl á næsta ári samkvæmt bráðabirgðaákvæði í henni. Ólíklegt er hins vegar að ákvæðið verði nýtt í þessum efnum. Ekki síst þar sem Píratar eru því andvígir vegna skilyrðis í ákvæðinu um samþykkt 40% kosningabærra manna.

Eins og fram kemur í byrjun er því vandséð að þjóðaratkvæði fari fram um frekari skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili miðað við núverandi stefnu flokkanna. Til þess kæmi í fyrsta lagi á þar næsta kjörtímabili að því gefnu að áður yrði sett inn ákvæði í stjórnarskrána um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »

Betur gengur að manna skólana

05:30 Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frístundaheimilum. Enn skortir á að allar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...