Ólöglegt og ómögulegt neteftirlit?

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku áform um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar með því að fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Er það meðal tillagna nefndar sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegrar dreifingar á netinu á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veitti slíku efni nægjanlega vernd.

Í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að skylda eigi fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæða skráarskiptiforrita um hugsanleg lögbrot, t.d. með viðvörun í svokölluðum pop-up glugga.

„Ég rak augun í þessa setningu frá innanríkisráðuneytinu. Hér þarf að stíga afar varlega til jarðar. Skapast getur hætta á því að fylgst sé með daglegu lífi fólks eða að upplýsingar um það séu skráðar. Ég sé engan mun á því að fylgjast með því hvert fólk fer og gerir á netinu og því á hvaða staði það fer og hvað það gerir utan netsins. Þetta kann því að vera verulegt inngrip í friðhelgi einkalífs fólks, sem er grundvallarmannréttindi sem varin eru bæði af stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Oddgeir Einarsson, hæstaréttarlögmaður og einn eiganda OPUS lögmanna, og bætir við að framkvæmdin minni óþægilega mikið á atvik úr skáldsögunni 1984.

„Til stendur að aðilum úti í bæ, fjarskiptafyrirtækjunum, verði gert að fylgjast með netferðum og senda aðvaranir til þeirra sem kynnu að vera að íhuga afbrot. Án þess að ætla að líkja þessu saman kom Hugsanalögreglan úr skáldsögunni 1984 upp í hugann við að sjá þessar tillögur. Aðalatriðið er að mínu mati að farið verði afar varlega og gætt að réttindum fólks við útfærsluna á þessu.“

Ekki rétt forgangsröð

Takmarkaðir fjármunir sem renna til löggæslumála í dag er betur varið í forvarnir og rannsóknir ofbeldisbrota að mati Oddgeirs í stað vafasams eftirlit með almenningi á netinu.

„Ég er almennt á því að ef lögreglan þurfi að forgangsraða eigi hún fyrst og fremst að leggja áherslu á ofbeldisbrot eins og heimilisofbeldi, kynferðisbrot og slík brot þar sem alvarleg brot á frelsi manna eiga sér stað,“ segir Oddgeir og bendir á að ekki sé einu sinni ráðrúm til að sinna þeim brotum.

„Nú þegar skortir á að lögreglan geti sinnt rannsóknum á ofbeldisbrotum af nægilegum þunga og hraða og ég hefði persónulega viljað sjá lögregluna eflda á því sviði fremur en öðrum. Án þess að ég vilji gera lítið úr því tjóni sem framleiðendur afþreyingarefnis geta orðið fyrir við brotum á höfundarétti tel ég ekki brýnasta úrlausnarefni lögreglu að setja á laggirnar sérstaka netbrotadeild.“

Tæknilega mögulegt

Sérfræðingar segja neteftirlit líkt og innanríkisráðuneytið leggur til mögulegt en erfitt án töluverðs inngrips í almennt eftirlit með netnotkun almennings.

„Vissulega er þetta tæknilega mögulegt og ég fagna því að efla eigi varnir, þ.e. viðbúnað og getu lögreglu til að taka á þeim sem valda ógnum og óöryggi á netinu. Hins vegar er óheppilegra að fara út í inngrip á notkun viðskiptavina. Bæði yrði það kostnaðarsamt fyrir fjarskiptafyrirtækin að fylgjast með allri umferð viðskiptavina, bæði innlendri og erlendri, og gæti hreinlega skemmt upplifun fólks,“ segir Guðbjörn Sverrir Hreinsson, öryggisstjóri Símans.

„Við mælum eingöngu netumferð eins og lög og skyldur segja til um en þarna gætum við hreinlega verið að hægja á umferð og valda villum. Eins má spyrja hver eigi að segja til um hvað sé lögleg skráraskiptasíða og hvaða síða er ólögleg?“

Samskipti dulkóðuð í dag

Heimasíður eru margar farnar að dulkóða samskipti með svokölluðum https-staðli. Þetta þýðir að þriðji aðili sem vill fylgjast með netnotkun fólks getur hvorki séð samskipti né breytt þeim. Hugmyndir um einhvers konar viðvörun verða þá að engu nema fjarskiptafyrirtæki geti komist framhjá slíkum vörnum.

„Við getum mögulega komist framhjá þessari dulkóðun en það eru hættur samhliða því, t.d. gætum við brotið samskiptin. Símtæki eru t.d. farin að vara fólk við ef sá möguleiki er fyrir hendi að einhver sé að hlusta á það.“

Guðbjörn bendir jafnframt á að þeir sem ætli sér að sækja efni á skráaskiptasíðum hafi gjarnan þekkingu til að komast hjá hvers konar vörnum. Óþægindi sem hvers konar neteftirlit hefur í för með sér gæti því bitnað mest á venjulegum notendum.

Á löglegan hátt

Hallgrímur Kristinsson, stjórnarfomaður FRÍSK - Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, segir Dani hafa náð góðum árangri með pop-up viðvörunum á ólöglegum skráarskiptasíðum.

„Eignaréttur rétthafa efnis er óumdeildur og við verðum með einhverjum ráðum að vernda hann og við viljum að sjálfsögðu að það sé gert án þess að brjóta á friðhelgi fólks. Ég held að það sé tæknilega mögulegt og í það minnsta þess virði að skoða enda ekki hægt að láta þennan málaflokk óáreittan.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sundföt
...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...