Krafinn um 100 þúsund á Sólheimasandi

mbl.is/Jónas Erlendsson

Ákærusvið lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú til skoðunar atvik sem tilkynnt var til lögreglu á dögunum eftir að landeigendur á Sólheimasandi kröfðu erlendan ferðamann um 800 evrur, jafnvirði rúmlega hundrað þúsund krónur, fyrir að aka inn á landið og virða vegalokanirað vettugi.

Landeigendur ákváðu í vor að hefja gjaldtöku fyrir þá bíla sem aka inn á sandinn. Rukka þeir 100 þúsund krónur á hvern bíl sem ekið er inn á svæðið. Að því er fram kom í færslu starfsmanns bílaleigunnar sem leigði ferðamanninum bílinn á Facebook-umræðusvæði ferðaþjónustunnar lokaði einn landeigenda veginum með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn gat ekki yfirgefið svæðið án þess að greiða, sem hann gerði.

RÚV hefur eftir Benedikt Bragasyni, einum 11 landeigenda að Sólheimasandi, að hann sjái ekkert óeðlilegt við málið þótt hann hafi ekki kannast við það þegar RÚV hafði samband. „Það kostar 100 þúsund að komast að flakinu,“ sagði Benedikt við RÚV og bætti við að ferðamaðurinn hefði getað kallað á lögreglu hefði hann verið ósáttur við gjaldtökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina