Alþingi ekki ráðið við málið

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar Ómar Óskarsson

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá í umræðum á Alþingi í dag og sagði að ekki hefði verið tekið nægt tillit til þeirra athugasemda sem stjórnarskrárnefnd hefði borist. Þá væri skýr krafa þjóðarinnar um að vinnu stjórnlagaráðs yrði að leggja til grundvallar.

Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórnarskrárnefnd, sagði að Alþingi hefði ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Það hefði stjórnlagaráð hins vegar gert, og að 64% þátttakenda í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefðu verið samþykk því að leggja þær tillögur til grundvallar. Lagði Valgerður áherslu á að stefna Samfylkingar væri sú að halda áfram með starf stjórnlagaráðs á næsta kjörtímabili.

Sagði hún sig ekki samþykka tillögunni þar sem of háir þröskuldar væru við þjóðaratkvæðagreiðslum, bæði hversu margir gætu krafist þeirra og þess hvaða málum mætti vísa í þjóðaratkvæði, en þar á meðal væru ýmis mál eins og mikilvægar þingsályktunartillögur. „Menn þykjast vera að opna fyrir þjóðaratkvæði, en útiloka um leið að þau mál sem umdeildust eru komist í þjóðaratkvæði. Þetta finnst mér hlægilegt, herra forseti.“

Valgerður sagði að gamaldags stjórnmál myndu ekki megna að breyta stjórnarskránni. Því þyrftu „nútímaleg öfl“ að sameinast um að halda áfram með vinnu síðasta kjörtímabils, og nefndi Valgerður sérstaklega nútímalegan mannréttindakafla, jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna, persónukjör og upplýsingafrelsi og upplýsingarétt.

Í lokin sagði Valgerður að sér þætti yfirþyrmandi það viðhorf að smíði stjórnarskrár væri verkefni lögfræðinga og annarra í akademísku elítunni. Þolinmæði sín fyrir því væri allt að því þorrin. Stjórnarskráin væri vissulega grunnlög en ákvæði hennar þyrftu að vera á mannamáli og ákvæði hennar að endurspegla „þjóðarsálina“. Leyfði hún sér því að velta því fyrir sér hvort ekki væri betra að kalla listamenn til þeirra verka, þar sem þeir væru næmari á mannlegt eðli en lögfræðingar. Stjórnlagaráð hefði náð að fanga þann anda og því þyrfti að byggja á þeim grunni.

Núgildandi fyrirkomulag vonlaust

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og fulltrúi í stjórnarskrárnefndinni, tók næst til máls. Tók hún að mestu í sama streng og Valgerður, og lagði áherslu á að ætlunin með stjórnlagaráði hefði verið að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að hafa áhrif á það ferli sem það væri að endurskoða stjórnarskrána. Það þyrfti því að vera trútt þeim grunni, og það væri stefna VG.

Katrín sagði að það væru sér vonbrigði hvað vinnan hefði gengið hægt í stjórnarskrárnefndinni, en um fimmtíu fundir voru haldnir í nefndinni. Hefði Katrín viljað að vinnan við nefndina hefði gengið það vel að hægt hefði verið að nýta bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar og kjósa um þessi fjögur ákvæði samhliða forsetakosningunum í sumar.

Taldi Katrín að eina rétta leiðin til að breyta stjórnarskránni væri sú að þingið afgreiddi breytingartillögur og að svo myndi þjóðin taka afstöðu til þeirra. Núgildandi fyrirkomulag væri vonlaust að sínu viti og setti óþarfa pressu á þessar breytingar. Auk þess væri eðlilegt að þjóðin kæmi að samþykkt grundvallarlaganna.

Katrín gagnrýndi eins og Valgerður þá þröskulda sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur. Allir hefðu hins vegar þurft að gefa nokkuð eftir í þeirri vinnu. Hins vegar hefði ekki verið nægjanlegur vilji til þess að vinna úr þeim umsögnum sem nefndinni hefðu borist um tillögurnar. Hún nefndi sem dæmi að í umhverfisákvæðinu væru tvær af þremur stoðum Árósasáttmálans teknar inn en ekki sú þriðja, þrátt fyrir að margar umsagnir hefðu borist þess efnis.

Þannig hefði ekki náðst samstaða um endanlegan frágang þessara tillagna, og þótti Katrínu sem að eðlilegt hefði verið að ræða frekar ýmis atriði hinna nýju ákvæða sem þarna væru lagðar fram. „Ég tel að það hefði verið affarasælast, í ljósi þess að við erum á stuttu þingi og kosningar fram undan, að geyma þessar tillögur. Mér er til efs að þingið muni ná að ljúka umfjöllun um þau atriði sem út af standa sem þessari nefnd hefur ekki tekist á fimmtíu og fjórum fundum,“ sagði Katrín og lagði til að í staðinn yrði breytingaákvæði stjórnarskrárinnar breytt til samræmis við tillögur stjórnlagaráðs.

„Þetta er engin málamiðlun!“

Aðrir stjórnarandstæðingar tjáðu sig einnig um efni frumvarpsins. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingar, sagði margt gott í tillögunum og nefndi þar sérstaklega auðlindaákvæðið, sem væri betra en nokkuð það sem áður hefði verið lagt fram. Hann tók þó fram að menn þyrftu að virða þann vilja sem komið hefði fram í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Menn þyrftu að spyrja sig hvernig þeir sæju fyrir sér að ljúka því ferli sem heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar væri.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar mjög ósátt við ferlið sem stjórnarskrármálið hefði verið sett í og sagðist ekki hafa tekist betur til en svo að forsætisráðherra væri einn flutningsmaður að tillögunni. Fá þyrfti heildræna sýn, stjórnarskrá á mannamáli. Þetta væri hins vegar ekki leiðin. Þröskuldar þeir sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögunni væru til að mynda ólýðræðislegir að mati Feneyjanefndarinnar. Setja þyrfti því málið aftur í hendur þjóðarinnar; Alþingi væri ekki fært um að klára málið eins og það væri.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í svipaðan streng og Birgitta. Þröskuldarnir væru að hans mati „andlýðræðislegir“. Hann kallaði eftir því að umræðu um tillögu stjórnlagaráðs yrði lokið á næsta þingi, en sú umræða hefði ekki enn farið fram. Gagnrýndi Helgi ferlið sem stjórnarflokkarnir hefðu farið með málið í. „Herra forseti, þetta er engin málamiðlun!“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskristofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...