Tillögur verkefnisstjórnar lagðar fram óbreyttar

Lagt er til að vatnasvæði Skjálfandafljóts fari í verndarflokk rammaáætlunar. …
Lagt er til að vatnasvæði Skjálfandafljóts fari í verndarflokk rammaáætlunar. Hugmyndir hafa verið um virkjun fljótsins í Bárðardal, ofan Aldeyjarfoss. Sú virkjun myndi aðallega hafa áhrif á Hrafnabjargafoss. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða sem er samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar.

„„Það er góður áfangi að geta lagt fram þingsályktun um rammann á næstu dögum og ég er ánægð að allar tímasetningar stóðust hjá verkefnisstjórninni. Þá tel ég mikils virði að Alþingi fái niðurstöðunnar til efnislegrar meðferðar sem fyrst,“ er haft eftir ráðherra á vef ráðuneytisins.

Þar kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin að höfðu samráði við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert