Seðlabankinn segir samanburð „afar villandi“

Seðlabankinn segir samanburð í frumvarpinu vera villandi.
Seðlabankinn segir samanburð í frumvarpinu vera villandi. mbl.is/Árni Sæberg

Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum í frumvarpi fjármálaráðherra til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, sem kynnt hefur verið sem „Fyrsta fasteign“, er „afar villandi.“ Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands um lagafrumvarpið.

Seðlabankinn segir að frumvarpið snúist „fyrst og fremst að tekjuskiptingu og tilfærslu á skattbyrði milli kynslóða“ og því taki bankinn ekki afstöðu til málsins. Aftur á móti er bent á að samanburðurinn sem fylgir með í greinargerð frumvarpsins þar sem borin sé saman greiðslubyrði og eftirstöðvar verð- tryggðra og óverðtryggðra fasteignalána sé afar villandi. Er það vegna þess að ferlarnir eru sýndir á verðlagi hvers tíma miðað við ákveðna forsendu um verðlagsþróun að sögn bankans. Kjarninn bendir á þetta í frétt sinni í dag.

Telur Seðlabankinn rétt að setja samanburð sem þennan, sem sýni greiðsluflæði yfir langan tíma, fram á föstu verðlagi. Að öðrum kosti segir bankinn að fylgja þurfi forsendum um þróun launa til að fá mat á greiðslubyrði og þróun fasteignaverðs ef meta eigi eignamyndun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert