Þarf að greiða 970 milljónir vegna sölunnar á Lyfjum og heilsu

Karl Emil Wernersson.
Karl Emil Wernersson. Jim Smart

Aurláki ehf., félag í eigu fjárfestisins Karls Wernerssonar, hefur verið dæmt til að greiða þrotabúi Milestone 970.103.914 krónur vegna sölunnar á lyfjaversluninni Lyfjum og heilsu sem seld var frá Milestone til Aurláka í mars árið 2008. Á þeim tíma var Aurláki í eigu Karls og Steingríms bróður hans. Þrotabúið taldi að tilgangur sölunnar hefði verið að koma verslununum undan gjaldþroti Milestone sem stjórnendum átti að vera ljóst að stefndi í.

Greiðslan fyrir búðirnar kom með skuldajöfnun við Milestone, arðgreiðslu Milestone til Aurláka og afgangurinn var settur sem skuld við félagið Leiftra Ltd, sem Karl og Steingrímur áttu.

Áður hafði dómur í málinu fallið í héraðsdómi og var niðurstaðan þá sú sama. Hæstiréttur vísaði málinu aftur á móti aftur í hérað þar sem dómur féll í lok ágúst.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild.

Uppfært kl. 16.04: Í upphaflegu fréttinni var sagt að Aurláki ehf. væri í eigu beggja bræðranna. Steingrímur og Karl voru báðir eigendur að félaginu á þeim tíma sem salan átti sér stað, en í dag er Karl eini eigandi þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert