Leiðir Þorgerður Katrín Viðreisn í Kraganum?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kann að vera á leið í stjórnmálin …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kann að vera á leið í stjórnmálin á ný.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun leiða lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Þetta er  fullyrt í DV í dag. Þor­gerður Katrín hefur til þessa ekki viljað svarað með afger­andi hætti spurn­ingum fjöl­miðla um það hvort hún hyggi á fram­boð fyrir Viðreisn, þó að orðrómur um það hafi verið afar hávær um langt skeið. 

Þegar mbl.is ræddi við Þorgerði Katrínu í gær kvaðst hún enn ekki vera búin að ákveða hvort hún færi í framboð.

Leiði Þor­gerður Katrín lista Viðreisnar í Kraganum, þá mun hún fara fram í sama kjör­dæmi og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þor­gerður Katrín hefur sl. þrjú ár starfað hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins (SA). Þor­steinn Víglunds­son, sem var fram­kvæmda­stjóri SA á þeim tíma, hefur einnig til­kynnt fram­boð fyrir Við­reisn og ætlar að leiða lista flokks­ins í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert