Ekki svo hræðilegt að vera öðruvísi

Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt.
Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt. mbl.is/Árni Sæberg

Einhverfa þarf ekki að vera neikvæður hlutur og hún getur verið gjöf, allt eftir því hvernig fólk lítur á hana, að sögn Brynjars Karls Birgissonar. Í erindi á TEDxKids-ráðstefnu í San Diego deildi hann með gestum hvernig hann fann sig í að smíða sex og hálfs metra langt líkan af Títanik úr legókubbum.

Brynjar Karl vakti mikla athygli þegar hann smíðaði líkanið úr yfir 56.000 legókubbum árið 2014. Sjónvarpsstöðin Discovery hefur meðal annars fjallað um smíðina og nýlega var Brynjari Karli boðið til Kaliforníu til að halda erindi á TEDxKids-ráðstefnu þar. 

Þar lýsti Brynjar Karl því hvernig hann var eins og öll önnur börn til að byrja með og ekkert benti til þess að hann væri á nokkurn hátt frábrugðinn. Það hafi hins vegar breyst þegar hann var þriggja ára gamall.

„Skyndilega gat ég ekki sagt allt sem ég vildi. Öll orðin sem ég hafði lært hurfu í þoku, og það gerði ég líka. Ég varð eftir á, fastur í þokunni. Orðin vildu ekki koma út rétt og ég gat ekki sett þau saman rétt. Ég breyttist úr glöðum strák í óhamingjusaman og einmana dreng,“ sagði Brynjar Karl sem nú er þrettán ára gamall.

Fann „X-faktorinn“ sinn

Þegar hann var fimm ár var hann greindur með einhverfu. Fjölskyldan og kennarar hafi þá fundið ýmsar leiðir til að láta honum líða betur í þokunni.

„Það er erfitt að útskýra hvernig það er að vera einhverfur því hef alltaf haft hana. Ég þekki ekkert annað. Ég veit ekki einu sinni hvað er að vera venjulegur, hvað sem það nú þýðir,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverf börn eigi stundum erfitt með að skilja merkingu orða og eignast vini. Þau geti líka verið mjög endurtekningasöm. Það sagði Brynjar Karl hins vegar gott því þegar fólk gerði sama hlutinn aftur og aftur yrði það mjög gott í því. Þannig hafi hann orðið hæfileikaríkur legósmiður.

Hann hafi fundið „X-faktor“ sinn þegar hann sameinaðu legóáráttuna og gríðarlegan áhuga á stórum skipum eins og Títanik. Sú hugmynd hafi fæðst með honum að byggja líkan af Títanik úr leggókubbum á skala legókalla.

„Ég varð bara að byggja það ótrúlega skip. Það var enginn vafi í huga mínum að ég gæti gert það. Þessi ákvörðun varð nýja þráhyggja mín,“ sagði Brynjar Karl.

Frétt mbl.is: Brynjar Karl kom fram á TedXKids

Afi hans hafi hjálpað honum að gera teikningar að legóskipinu með því að skala niður upphaflegu teikningarnar að Títanik. Þá hafi þeir getað áætlað hversu marga kubba þyrfti til verksins. Með hópfjármögnun tókst Brynjari Karli að kaupa alla kubbana sem þurfti og smíða skipið á 700 klukkustundum yfir ellefu mánaða tímabil.

Á leiðinni hafi hann lært hvað það var sem dreif hann áfram að markinu. Mikilvægast væri að trúa á það sem maður tekur sér fyrir hendur, gott teymi til aðstoðar sem í hans tilfelli var fjölskyldan og síðast en ekki síst að gefast aldrei nokkurn tímann upp.

Einhverfa getur verið gjöf

Brynjar Karl sagðist ekki viss um að hann myndi taka þá pillu ef einhvern tímann fyndist lækning við einhverfu.

„Mér er sama um að vera einhverfur. Svo lengi sem ykkur er sama um að ég sé öðruvísi, þá hef ég það alveg fínt. Að vera öðruvísi er ekki svo hræðilegt. Ég vil trúa því að það sé áhugaverðara,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverfir geti þjálfað veikleika sína og orðið sterkari borgarar.

„Ég og margir aðrir eru lifandi sönnun þess að einhverfa þarf ekki að vera neikvæð, hún getur verið gjöf. Það veltur allt á því hvernig þú lítur á hana og ég kýs að líta á hana sem jákvæða,“ sagði Brynjar Karl við mikið lófatak ráðstefnugesta.

mbl.is

Innlent »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með erfiðum þar sem óljóst hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Nissan Murano árgerð 2007
Vel með farinn bíll í góðu ásigkomulagi. Ekinn 129 þúsund km. Fjórhjóladrif, raf...