Ekki svo hræðilegt að vera öðruvísi

Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt.
Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt. mbl.is/Árni Sæberg

Einhverfa þarf ekki að vera neikvæður hlutur og hún getur verið gjöf, allt eftir því hvernig fólk lítur á hana, að sögn Brynjars Karls Birgissonar. Í erindi á TEDxKids-ráðstefnu í San Diego deildi hann með gestum hvernig hann fann sig í að smíða sex og hálfs metra langt líkan af Títanik úr legókubbum.

Brynjar Karl vakti mikla athygli þegar hann smíðaði líkanið úr yfir 56.000 legókubbum árið 2014. Sjónvarpsstöðin Discovery hefur meðal annars fjallað um smíðina og nýlega var Brynjari Karli boðið til Kaliforníu til að halda erindi á TEDxKids-ráðstefnu þar. 

Þar lýsti Brynjar Karl því hvernig hann var eins og öll önnur börn til að byrja með og ekkert benti til þess að hann væri á nokkurn hátt frábrugðinn. Það hafi hins vegar breyst þegar hann var þriggja ára gamall.

„Skyndilega gat ég ekki sagt allt sem ég vildi. Öll orðin sem ég hafði lært hurfu í þoku, og það gerði ég líka. Ég varð eftir á, fastur í þokunni. Orðin vildu ekki koma út rétt og ég gat ekki sett þau saman rétt. Ég breyttist úr glöðum strák í óhamingjusaman og einmana dreng,“ sagði Brynjar Karl sem nú er þrettán ára gamall.

Fann „X-faktorinn“ sinn

Þegar hann var fimm ár var hann greindur með einhverfu. Fjölskyldan og kennarar hafi þá fundið ýmsar leiðir til að láta honum líða betur í þokunni.

„Það er erfitt að útskýra hvernig það er að vera einhverfur því hef alltaf haft hana. Ég þekki ekkert annað. Ég veit ekki einu sinni hvað er að vera venjulegur, hvað sem það nú þýðir,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverf börn eigi stundum erfitt með að skilja merkingu orða og eignast vini. Þau geti líka verið mjög endurtekningasöm. Það sagði Brynjar Karl hins vegar gott því þegar fólk gerði sama hlutinn aftur og aftur yrði það mjög gott í því. Þannig hafi hann orðið hæfileikaríkur legósmiður.

Hann hafi fundið „X-faktor“ sinn þegar hann sameinaðu legóáráttuna og gríðarlegan áhuga á stórum skipum eins og Títanik. Sú hugmynd hafi fæðst með honum að byggja líkan af Títanik úr leggókubbum á skala legókalla.

„Ég varð bara að byggja það ótrúlega skip. Það var enginn vafi í huga mínum að ég gæti gert það. Þessi ákvörðun varð nýja þráhyggja mín,“ sagði Brynjar Karl.

Frétt mbl.is: Brynjar Karl kom fram á TedXKids

Afi hans hafi hjálpað honum að gera teikningar að legóskipinu með því að skala niður upphaflegu teikningarnar að Títanik. Þá hafi þeir getað áætlað hversu marga kubba þyrfti til verksins. Með hópfjármögnun tókst Brynjari Karli að kaupa alla kubbana sem þurfti og smíða skipið á 700 klukkustundum yfir ellefu mánaða tímabil.

Á leiðinni hafi hann lært hvað það var sem dreif hann áfram að markinu. Mikilvægast væri að trúa á það sem maður tekur sér fyrir hendur, gott teymi til aðstoðar sem í hans tilfelli var fjölskyldan og síðast en ekki síst að gefast aldrei nokkurn tímann upp.

Einhverfa getur verið gjöf

Brynjar Karl sagðist ekki viss um að hann myndi taka þá pillu ef einhvern tímann fyndist lækning við einhverfu.

„Mér er sama um að vera einhverfur. Svo lengi sem ykkur er sama um að ég sé öðruvísi, þá hef ég það alveg fínt. Að vera öðruvísi er ekki svo hræðilegt. Ég vil trúa því að það sé áhugaverðara,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverfir geti þjálfað veikleika sína og orðið sterkari borgarar.

„Ég og margir aðrir eru lifandi sönnun þess að einhverfa þarf ekki að vera neikvæð, hún getur verið gjöf. Það veltur allt á því hvernig þú lítur á hana og ég kýs að líta á hana sem jákvæða,“ sagði Brynjar Karl við mikið lófatak ráðstefnugesta.

mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannssonar samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...