Ekki svo hræðilegt að vera öðruvísi

Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt.
Brynjar Karl Birgisson við meistaraverk sitt. mbl.is/Árni Sæberg

Einhverfa þarf ekki að vera neikvæður hlutur og hún getur verið gjöf, allt eftir því hvernig fólk lítur á hana, að sögn Brynjars Karls Birgissonar. Í erindi á TEDxKids-ráðstefnu í San Diego deildi hann með gestum hvernig hann fann sig í að smíða sex og hálfs metra langt líkan af Títanik úr legókubbum.

Brynjar Karl vakti mikla athygli þegar hann smíðaði líkanið úr yfir 56.000 legókubbum árið 2014. Sjónvarpsstöðin Discovery hefur meðal annars fjallað um smíðina og nýlega var Brynjari Karli boðið til Kaliforníu til að halda erindi á TEDxKids-ráðstefnu þar. 

Þar lýsti Brynjar Karl því hvernig hann var eins og öll önnur börn til að byrja með og ekkert benti til þess að hann væri á nokkurn hátt frábrugðinn. Það hafi hins vegar breyst þegar hann var þriggja ára gamall.

„Skyndilega gat ég ekki sagt allt sem ég vildi. Öll orðin sem ég hafði lært hurfu í þoku, og það gerði ég líka. Ég varð eftir á, fastur í þokunni. Orðin vildu ekki koma út rétt og ég gat ekki sett þau saman rétt. Ég breyttist úr glöðum strák í óhamingjusaman og einmana dreng,“ sagði Brynjar Karl sem nú er þrettán ára gamall.

Fann „X-faktorinn“ sinn

Þegar hann var fimm ár var hann greindur með einhverfu. Fjölskyldan og kennarar hafi þá fundið ýmsar leiðir til að láta honum líða betur í þokunni.

„Það er erfitt að útskýra hvernig það er að vera einhverfur því hef alltaf haft hana. Ég þekki ekkert annað. Ég veit ekki einu sinni hvað er að vera venjulegur, hvað sem það nú þýðir,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverf börn eigi stundum erfitt með að skilja merkingu orða og eignast vini. Þau geti líka verið mjög endurtekningasöm. Það sagði Brynjar Karl hins vegar gott því þegar fólk gerði sama hlutinn aftur og aftur yrði það mjög gott í því. Þannig hafi hann orðið hæfileikaríkur legósmiður.

Hann hafi fundið „X-faktor“ sinn þegar hann sameinaðu legóáráttuna og gríðarlegan áhuga á stórum skipum eins og Títanik. Sú hugmynd hafi fæðst með honum að byggja líkan af Títanik úr leggókubbum á skala legókalla.

„Ég varð bara að byggja það ótrúlega skip. Það var enginn vafi í huga mínum að ég gæti gert það. Þessi ákvörðun varð nýja þráhyggja mín,“ sagði Brynjar Karl.

Frétt mbl.is: Brynjar Karl kom fram á TedXKids

Afi hans hafi hjálpað honum að gera teikningar að legóskipinu með því að skala niður upphaflegu teikningarnar að Títanik. Þá hafi þeir getað áætlað hversu marga kubba þyrfti til verksins. Með hópfjármögnun tókst Brynjari Karli að kaupa alla kubbana sem þurfti og smíða skipið á 700 klukkustundum yfir ellefu mánaða tímabil.

Á leiðinni hafi hann lært hvað það var sem dreif hann áfram að markinu. Mikilvægast væri að trúa á það sem maður tekur sér fyrir hendur, gott teymi til aðstoðar sem í hans tilfelli var fjölskyldan og síðast en ekki síst að gefast aldrei nokkurn tímann upp.

Einhverfa getur verið gjöf

Brynjar Karl sagðist ekki viss um að hann myndi taka þá pillu ef einhvern tímann fyndist lækning við einhverfu.

„Mér er sama um að vera einhverfur. Svo lengi sem ykkur er sama um að ég sé öðruvísi, þá hef ég það alveg fínt. Að vera öðruvísi er ekki svo hræðilegt. Ég vil trúa því að það sé áhugaverðara,“ sagði Brynjar Karl.

Einhverfir geti þjálfað veikleika sína og orðið sterkari borgarar.

„Ég og margir aðrir eru lifandi sönnun þess að einhverfa þarf ekki að vera neikvæð, hún getur verið gjöf. Það veltur allt á því hvernig þú lítur á hana og ég kýs að líta á hana sem jákvæða,“ sagði Brynjar Karl við mikið lófatak ráðstefnugesta.

mbl.is

Innlent »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...