Kaupþingsmál aftur í hérað

Sigurður, Hreiðar, Magnús og Ólafur afplánuðu allir refsidóma á Kvíabryggju …
Sigurður, Hreiðar, Magnús og Ólafur afplánuðu allir refsidóma á Kvíabryggju þegar þeim var stefnt í málinu. Héraðsdómur Vesturlands vísaði málinu frá dómi en Hæstiréttur hefur nú sent málið aftur í hérað. mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Vesturlands í skaðabótamáli Samtaka sparifjáreigenda gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, en héraðsdómur vísaði málinu frá dómi í júlí. Hæstiréttur hefur hins vegar lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.

Samtök sparifjáreigenda höfðaði mál gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Ingólfi Helgasyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni en farið var fram á rúmar 900 milljónir króna í skaðabætur vegna fjártjóns samtakanna sem hlaust af markaðsmisnotkun fimmmenningana með hlutabréf í Kaupþingi banka hf. á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 9. október 2008.

Sem fyrr segir vísaði héraðsdómur málinu frá á þeirri forsendu að málið hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Málið var höfðað í um­dæmi Héraðsdóms Vest­ur­lands en þeir Hreiðar Már, Sig­urður, Magnús og Ólaf­ur afplánuðu þá dóm á Kvía­bryggju.

Töldu for­svars­menn sam­tak­anna að höfða mætti málið fyr­ir Héraðsdómi Vest­ur­lands þar sem menn­irn­ir hefðu fasta bú­setu á Kvía­bryggju meðan þeir afplánuðu dóm, þó svo lög­heim­ili þeirra væri skráð ann­ars staðar. Dóm­ar­inn sagði hins veg­ar málið höfðað fyr­ir röngu varn­arþingi. 

Stefnuvottur heimsótti Kvíabryggju

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að samtökin hafi lagt bréflega staðfestingu varðstjóra í fangelsinu að Kvíabryggju frá 7. júlí 2016 á því að þeir Hreiðar, Magnús, Ólafur og Sigurður hafi allir verið vistaðir þar 10. febrúar sama ár, en það er degi eftir að málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands.

Þá hafi samtökin lagt fram bréf frá 4. júlí 2016 frá stefnuvotti, sem gerði fyrrnefnd vottorð um birtingu stefnu 10. febrúar sama ár.

Hreiðar og Magnús læstu að sér og neituðu að skrifa undir nokkuð

Í bréfinu segir að hann hafi gefið sig fram við tvo fangaverði þegar hann kom á Kvíabryggju. Fangaverðirnir hafi haft samband við fjórmenningana og tjáð þeim að stefnuvottur biði þeirra á skrifstofu fangelsisins. Sigurður koma þangað og var stefnan birt fyrir honum. Síðan kom Ólafur komið, en hann sagði stefnuvottinum að nægilegt væri að birta fyrir fangaverði, sem hafi svo verið gert.

Á hinn bóginn hafi varnaraðilarnir Hreiðar og Magnús hvorugur komið og fangavörður því fylgt stefnuvottinum í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir. Þegar þangað hafi verið komið hafi þessir varnaraðilar verið í herbergjum sínum og haft læst að sér, en þegar bankað hafi verið á dyr hafi þeir hvor fyrir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa undir nokkuð. Að því er þá varðar hafi stefnan því verið birt þar fyrir fangaverði.

Vilja halda málinu til streitu

mbl.is