„Ísland, ég elska þig“

Justin Bieber á tónleikum sínum í Kórnum á fimmtudagskvöld.
Justin Bieber á tónleikum sínum í Kórnum á fimmtudagskvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Ísland ég elska þig. Takk.“ 

Svo mörg voru orð Justins Bieber á Twitter um Íslandsför sína. Bieber hélt tvenna vel heppnaða tónleika í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi og á fimmtudagskvöld þar sem tæplega 40.000 manns heilluðust af söng og dansi stjörnunnar. 

Þetta var önnur heimsókn söngvarans til Íslands, sem er gjörsamlega heillaður af íslenskri náttúru. 

Purpose tónleikaferðalagið heldur nú áfram og mun Bieber næst koma fram í Berlín á miðvikudag og München á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert