„Ísland ég elska þig. Takk.“
Svo mörg voru orð Justins Bieber á Twitter um Íslandsför sína. Bieber hélt tvenna vel heppnaða tónleika í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi og á fimmtudagskvöld þar sem tæplega 40.000 manns heilluðust af söng og dansi stjörnunnar.
Iceland I love you. Thank you
— Justin Bieber (@justinbieber) September 10, 2016
Þetta var önnur heimsókn söngvarans til Íslands, sem er gjörsamlega heillaður af íslenskri náttúru.
Purpose tónleikaferðalagið heldur nú áfram og mun Bieber næst koma fram í Berlín á miðvikudag og München á föstudag.