Ein umfangsmesta kannabisræktun landsins

Kannabis.
Kannabis. AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um gríðarlega umfangsmikla kannabisframleiðslu á Smiðjuvegi í Kópavogi um helgina. Sex voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu en þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudags. Framleiðslan fór fram í iðnaðarhúsnæði, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag.

Um er að ræða eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lagt var hald á tæplega sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við Fréttablaðið.

Runólfur segir gæsluvarðhaldsúrskurðinn undirstrika hversu stórt málið sé í augum lögreglunnar. Þeir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum og lítið komið við sögu hennar yfirleitt, að sögn Runólfs.

Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir þrír sem eru í haldi séu feðgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert