Helmingur ungmenna spilað Pokémon Go

Pokémon Go náði ævintýralegum vinsældum í sumar.
Pokémon Go náði ævintýralegum vinsældum í sumar. Skjáskot/Youtube

Tæplega helmingur íslenskra ungmenna á aldrinum 18-29 ára hefur spilað snjallsímaleikinn Pokémon Go, samkvæmt könnun MMR. Af þeim kváðust 16% spila leikinn reglulega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR.

Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 949. Þátttakendur voru 18 ára og eldri.

Um 51,5% námsmanna reyndust hafa spilað leikinn. Þá hafa 20,7% þjóðarinnar prófað Pokémon Go, ef marka má könnunina.

Af þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina kváðust 25,5% hafa spilað leikinn en einungis 10% stuðningsmanna stjórnarinnar kváðust hafa spilað hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert