Skýrslan ekki rannsóknarskýrsla

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er í raun ekkert um þetta að segja. Það er ekkert í þessum tölvupósti,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is.

Fjölmiðlar hafa fjallað í dag um tölvupóst sem hún sendi fyrir slysni á blaðamann Stundarinnar í staðinn fyrir fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd þar sem meðal annars kemur fram að hún hafi óttast að Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, fengi skýrslu meirihluta nefndarinnar um endurreisn bankakerfisins í hendur áður en hún yrði birt opinberlega sem gert var fyrr í þessari viku.

Vigdís segir að sá ótti hafi einungis snúist um það að blaðamannafundur, þar sem skýrslan var kynnt, missti marks ef efni skýrslunnar hefði verið lekið áður í fjölmiðla. Fyrir vikið hafi hún lagt ríka áherslu á að efni hennar yrði ekki gert opinbert áður en fundurinn var haldinn. „Áhyggjur mínar sneru bara að því. Það vita það allir blaðamenn að ef einhverju er lekið fyrir blaðamannafund þá er blaðamannafundurinn ónýtur.“

Steingrímur hefur harðlega gagnrýnt vinnubrögðin við skýrslugerðina. Meðal annars í samtali við mbl.is í kvöld. Þannig hafi ekki verið rætt við þá sem komi við sögu í skýrslunni og þeim ekki veittur andmælaréttur. Hefur hann borið skýrsluna að því leyti saman við rannsóknarskýrslur á vegum Alþingis. Vigdís segir þann samanburð engan veginn eiga við.

Nánast rætt um pappírinn í skýrslunni

„Þetta er ekki rannsóknarskýrsla. Rannsóknarskýrslur eru samdar af rannsóknarnefndum með víðtækar rannsóknarheimildir. Það á ekki við um þessa skýrslu. Þarna er fyrst og fremst verið að draga saman á einn stað upplýsingar um þessi mál og varpa ljósi á atburðarásina,“ segir Vigdís. Fjárlaganefnd hafi einfaldlega verið að sinna lögboðnu eftirlitshlutverki sínu.

„Við fengum ábendingu frá borgara um að þarna hefði ekki allt verið með felldu og við hefðum verið að bregðast trausti almennings ef við hefðum ekki brugðist við því. Við erum önnur af eftirlitsnefndum Alþingis og berum ábyrgð á því að hafa eftirlit með fjárreiðum ríkisins og þarna var um að ræða 300 milljarða króna af fé skattgreiðenda.“

Þannig eigi andmælaréttur ekki við í þessu tilfelli. Einungis sé um samantekt á gögnum að ræða sem liggi fyrir. Hún bendir á að þingsályktun um að sett verði á fót rannsóknarnefnd vegna seinni einkavæðingar bankanna sé enn óafgreidd af Alþingi og umræddri skýrslu sé alls ekki ætlað að koma í stað hennar. Steingrímur sé á villigötum í þessum efnum.

Vigdís furðar sig á því að lokum á því hvernig stjórnarandstæðingar hafi forðast það eins og heitan grautinn að ræða efnislega um skýrsluna. Öll umræðan hafi snúið um tæknileg formsatriði eins og málfar og annað slíkt en ekki efnið. „Ég bara skil ekki hvers vegna þetta fólk er ekki tilbúið að taka umræðuna við okkur um efni málsins. Þetta er orðið svo skrítið að það liggur við að það sé rætt um það hvaða pappír hafi verið notaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

„Sterk rök með og á móti“

13:41 Tvennu þarf að svara eigi RÚV að fara af auglýsingamarkaði, segir forsætisráðherra. Mun aðgerðin hjálpa öðrum innlendum fjölmiðlum og er unnt að tryggja að RÚV verði ekki fyrir tekjutapi? Meira »

Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

13:32 Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

12:00 Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll bifast ekki

11:36 Það veit enginn hver á „viðbjóðslega“ eyðibílinn sem situr sem fastast á nemendabílastæðinu við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrrverandi inspector automobilum hefur þungar áhyggjur af framhaldinu. Meira »

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

10:50 „Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira »

„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

10:12 Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð. Meira »

Ekki mitt að dæma

09:06 Á Norðurlandi eystra hefur Halla Bergþóra Björnsdóttir gegnt stöðu lögreglustjórans síðan í ársbyrjun 2015. Halla nýtur sín vel í starfi enda hefur hún brennandi áhuga á löggæslumálum. Hún segir lögreglu eiga fyrst og fremst að þjóna almenningi, tryggja öryggi og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu. Meira »

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

08:30 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. Meira »

Rauðber dreifast víðar um land

08:18 Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira »
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...