HIV-málið fellt niður

Við handtöku mannsins í júlí í fyrra.
Við handtöku mannsins í júlí í fyrra. mbl.is/Rósa Braga

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi vísvitandi af HIV-veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við mbl.is. Greint var frá málinu fyrst í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Málið þótti ekki líklegt til sakfellis að sögn Margrétar, en ekki var hægt að sanna að hann hafi vitað að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Tvær konur hafa greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna farið í greiningu.

Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var hann úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur.

mbl.is