Frjáls ferða sinna í tvo mánuði

Húsið í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn á að …
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn á að hafa haldið konunum tveimur í kjallara.

Ítarleg framhaldsrannsókn er enn í gangi hjá lögreglunni á Suðurlandi vegna meints mansals í Vík í Mýrdal. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara við mbl.is.

Þorgrím­ur Óli  Sig­urðsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, segir að það styttist í að málið verði sent aftur til saksóknara og líklegra sé að sá tími sé talinn í vikum heldur en mánuðum. Segir Þorgrímur að saksóknari hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið og unnið sé að því að klára þá rannsókn.

Málið kom upp í febrúar þegar maður var handtekinn og færður í gæsluvarðhald grunaður um mansal. Var hann í haldi í tvær vikur, en beiðni lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað af dómstólum í byrjun mars. Síðar var hann dæmdur í farbann, en farbannið rann út 16. júlí. Síðan þá hefur hann verið frjáls ferða sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert