Regnbogasilungur í annarri hverri á

Regnbogasilungur.
Regnbogasilungur. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Regnbogasilungur hefur veiðst í annarri hverri á landsins í sumar og haust, að sögn Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga.

Það er væntanlega eldisfiskur sem sloppið hefur úr kvíum fiskeldisfyrirtækja, að þvíæ er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Jón Helgi segir slysasleppingar á regnbogasilungi á Vestfjörðum og Austfjörðum gefa skýrt til kynna hvers sé að vænta ef áform um margföldun á eldi á norskum laxi hér við land verði að veruleika. Fari framleiðslan í 100 þúsund tonn geti, samkvæmt reynslu Norðmanna, um 100 þúsund laxar sloppið og gengið í árnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert