Skjálftar tengjast niðurdælingu

Niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla.
Niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla. mbl.is/Golli

Yfirferð jarðvísindafólks Veðurstofu Íslands á gögnum um skjálftahrinuna við Húsmúla síðustu daga gefur til kynna að hún tengist niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun. Þótt niðurdæling sé stöðug og jöfn þá kunni spennubreytingar sem orðið hafi í jarðskorpunni á svæðinu að hafa breytt áhrifum niðurdælingarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku Náttúrunnar.

Frétt mbl.is: Kanna hvort skjálftar tengist niðurdælingu

Í tilkynningu segir ennfremur, að vísinda- og tæknifólk Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur muni fara yfir þessar ályktanir sérfræðinga Veðurstofunnar með þeim og fleiri vísindamönnum.

„Markmiðið er að finna út hvort ástæða er til breytinga á verklagi við niðurdælinguna og þá hvaða breytinga. Henni hefur verið haldið stöðugri frá því áður en hrinan hófst en reynslan sýnir að snöggar breytingar á henni geta valdið skjálftum. Breytingar á niðurdælingu eru því ekki ráðgerðar að svo stöddu. Áfram verður upplýst um gang þeirrar vísindalegu greiningarvinnu sem stendur yfir,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert