Sögð hafa fundist nakin í húsgarði

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðhaldskröfu lögreglu.
Héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Gæsluvarðhalds var krafist yfir manni vegna gruns um brot gegn konu á fimmtugsaldri í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags. Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfunni og hefur þeim úrskurði verið áfrýjað til Hæstaréttar, samkvæmt heimildum mbl.is.

Stundin greindi frá því fyrir skömmu að kona hefði verið flutt í skyndi með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á laugardagsmorgun. Samkvæmt heimildum blaðsins fannst konan meðvitundarlaus í húsgarði skammt frá öldurhúsi í bæjarfélaginu. Þá er hún sögð hafa verið nakin og með mikla áverka, meðal annars á höfði. Telja heimildarmenn Stundarinnar að konan hafi höfuðkúpubrotnað.

Lögreglan í Vestmannaeyjum vildi ekki tjá sig að sinni þegar mbl.is leitaði eftir því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka