Opið að Landspítala frá Barónstíg

Í dag var opnað að nýju fyrir umferð að Landsspítalanum frá Barónstíg en lokað hafði verið fyrir umferð þaðan síðan í lok síðasta árs þegar framkvæmdir hófust við nýtt 75 herbergja sjúkrahótel á lóð spítalans. Heilbrigðisráðherra ítrekaði þá skoðun sína að ekkert mætti tefja framkvæmdir við nýjan spítala við tækifærið.

Fulltrúar frá átta sjúklingsamtökum klipptu á borða til að opna götuna við tækifærið. Þau Ólína Ólafsdóttir MS félaginu, Emil Thoroddsen Gigtarfélagi Íslands , Guðjón Sigurðsson MND félaginu, Sveinn Guðmundsson Hjartaheill , Bergþór Böðvarsson Geðhjálp, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir Öryrkjabandalagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir Landssamtökunum Þroskahjálp og Sigrún Gunnarsdóttir fyrir Krabbameinsfélag Íslands.

Fram kom að framkvæmdir við sjúkrahótelið gangi vel og stefnt er að opnun sjúkrahótelsins á næsta ári. 

mbl.is