Skartgripir hurfu úr fórum lögreglu

Farið er fram á að tildrög hvarfsins verði rannsökuð.
Farið er fram á að tildrög hvarfsins verði rannsökuð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar hvarf skartgripa sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt hald á vegna máls Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda skemmtistaðarins Strawberries.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að munirnir hafi ekki fundist við eftirgrennslan lögreglu innanhúss og að lögmaður Viðars hafi kært lögreglu til embættisins vegna þessa.

Tildrög hvarfsins verði rannsökuð

„Við fórum fram á að fá þessa muni hingað yfir til okkar, því við töldum að fara þyrfti fram á þeim verðmat fyrir þingfestingu málsins á hendur Viðari,“ segir Ólafur, en Viðar var ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot.

„Þá komu þessi svör, frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að munirnir fyndust ekki.“

Ólafur segir að þá hafi embættið afráðið að fara ekki fram á upptöku munanna við þingfestingu málsins, fyrst svo bæri undir. Í kjölfarið barst embættinu kæra frá lögmanni Viðars á hendur lögreglu, þar sem farið er fram á að tildrög hvarfsins verði rannsökuð.

„Af hálfu kæranda er litið svo á að þarna hafi mögulega átt sér stað brot starfsmanna lögreglunnar, og við förum náttúrulega með rannsókn slíkra mála.“

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu.

Viðar hefur hafnað öll­um ákæru­liðum, bóta­kröfu og upp­töku­kröf­um í mál­inu.
Viðar hefur hafnað öll­um ákæru­liðum, bóta­kröfu og upp­töku­kröf­um í mál­inu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ekkert annað en þjófnaður“

Í tengsl­um við málið var farið fram á upp­töku á tveim­ur fast­eign­um Viðars, fjölda bif­reiða, meðal ann­ars Ca­dillac, Cor­vette, Ford Thund­er­bird og BMW 3-seríu, og fjölda vöru­bif­reiða, eins og fram kom í fréttaflutningi mbl.is af þingfestingu málsins þann 7. september síðastliðinn.

Þar hafnaði Viðar öll­um ákæru­liðum, bóta­kröfu og upp­töku­kröf­um í mál­inu, lögmaður hans sagði lög­reglu hafa gert upp­tæka ýmsa skart­gripi við hús­leit hjá hon­um þegar málið var rann­sakað. Meðal ann­ars hafi verið um að ræða hringa og næl­ur sem væru erfðagripir og sam­tals millj­óna virði.

Lögmaður hans sagði þá að sam­kvæmt lög­reglu væru mun­irn­ir nú týnd­ir og kallaði Viðar þetta ekk­ert annað en þjófnað af hálfu lög­regl­unn­ar.

Alls er hann sagður hafa átt að greiða rúmlega 52 …
Alls er hann sagður hafa átt að greiða rúmlega 52 milljónir króna í virðisaukaskatt. mbl.is/Golli

Sagður ekki hafa talið fram 230 milljónir

Fyrsti liður ákær­unn­ar á hendur Viðari lýtur að því að hann hafi ekki talið fram virðis­auka­skatts­skylda veltu að upp­hæð kr. 230.554.762. Þá hafi hann alls átti að greiða 52.655.427 kr. í virðis­auka­skatt. Í ákær­unni segir að hann hafi rang­fært bók­hald einka­hluta­fé­lags­ins sem sá um rekst­ur staðar­ins, þannig að bók­haldið hafi gefið ranga mynd af viðskipt­um og notk­un fjár­muna fé­lags­ins.

Þar að auki er hann ákærður fyr­ir að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um gjaldár­in 2011-2014 með því að telja ekki fram í skatt­fram­töl­um þess­ara ára tekj­ur að upp­hæð 64 millj­ón­ir króna.

Er það upp­hæð sem viðskipta­vin­ir eiga að hafa lagt inn á per­sónu­leg­an banka­reikn­ing ákærða en þær tekj­ur voru skatt­skyld­ar sam­kvæmt lög­um. Sam­tals van­greidd­ur tekju­skatt­ur og út­svar af þeirri upp­hæð er sagt nema rúm­lega 28 millj­ón­ir króna.

Ákæru­valdið tel­ur brot ákærða varða við 1. mgr. 262. gr. hegn­ing­ar­laga en refsirammi þess lagaákvæðis er sex ára fang­elsi.

Fréttir mbl.is:

Grunur um skattsvik á Strawberries
Fyrrverandi eigandi Strawberries ákærður
Fyrrverandi eigandi Strawberries neitar sök

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert